Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2025 21:41 Nýskorinn hvalur í þorpinu Qaarsut. Egill Aðalsteinsson Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana. Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð á vesturströnd Grænlands lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana.
Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Sjávarútvegur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira