Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2025 18:32 Héldu hreinu í kvöld. vísir/Anton Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. Það var allt stál í stál í fyrri hálfleik. Það var jafnræði með liðunum og gerðu þau sig bæði líkleg til þess að skora. Hvorugu liði tókst þó að setja boltann í netið og því markalaust í fyrri hálfleik. Það var svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, bæði lið áttu fínar sóknir en tókst illa að nýta færin sem liðin fengu. Það var mikil barátta í báðum liðum sem vildu bæði setja sinn lit á leikinn. Jafntefli niðurstaðan og liðin deila stigunum. Stjarnan er nú fjórum stigum á eftir Víkingi sem eru í fyrsta sæti eins og staðan er núna. Valur er einu stigi á eftir Stjörnunni í þriðja sæti en á leik til góða. Atvik leiksins Þetta var nokkuð tíðindalítill leikur hér í kvöld. Baráttan var mikil en það var lítið sem stóð uppúr. Stjörnur og skúrkar Örvar Eggertsson var einhvernveginn í öllum baráttum í kvöld. Markmenn beggja liða sáu til þess að ekkert mark var skorað hér í kvöld. Stemmning og umgjörð Góð stemning í Garðabæ og heyrðist vel í stuðningsmönnum. Hér var boðið upp á kjötsúpu, hamborgara og pizzur, alvöru úrval. Stjörnumenn þurfa hins vegar að fjárfesta í alvöru fána. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, var í leikbanni og sat í stúkunni í dag. Hann var í miklu stuði og mætti með kanillengju og möndluköku í blaðamannastúkuna. Fána ársins var að finna í Garðabænum.Vísir/Sesselja Ósk Kakan.Vísir/Sesselja Ósk Dómarar Helgi Mikael Jónasson var á flautunni, með honum voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Gylfi Már Sigurðsson. Helgi stóð sig vel á flautunni í dag, engin vafa atriði að mínu mati. Hann var spjalda glaður og fékk að heyra það af og til frá stúkunni. „Virðum stigið á móti heitasta liðinu í deildinni í dag“ Gott stig.Vísir/Viktor Freyr „Við verðum að virða stigið, þetta er heitasta liðið í deildinni og er með besta recordið í síðustu sex leikjum. Mér fannst samt þegar leið á seinni hálfleikinn að við hefðum getað stolið þessu. En jú jafntefli er nokkuð sanngjörn úrslit,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við misstum aðeins stjórn á leiknum í seinni hálfleik og hleyptum þessi aðeins upp í skyndisóknaleik. Stjörnumenn eru góðir í því, þeir eru með góða menn fram á við sem voru að ógna svolítið. Við vorum svo ekki að klára sóknirnar ekki nógu vel en heilt yfir sanngjörn úrslit.“ „Ég er sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. Menn voru að hlaupa fyrir hvorn annan og leggja mikla vinnu í leikinn. Við sáum gott FH lið í dag sem var byggt upp í vetur og sumar sem voru samkeppnishæfir á móti liðinu sem eru bestir á landinu í dag.“ „Þú vilt ekki fá eitt stig, þú vilt fá þrjú“ Þórarinn Ingi Valdimarsson og Steven Caulker.SÝN Sport „Við hefðum viljað meira, það er alltaf þannig í fótbolta, þú vilt ekki fá eitt stig, þú vilt fá þrjú. Þetta var hörku barátta í kvöld en við hefðum sjálfir viljað skapa meira og gera eitthvað,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, þjálfari Stjörnunnar í fjarveru Jökuls Elísabetarsonar sem var í leikbanni í dag, eftir leikinn. „Frammistaðan var allt í lagi, við náðum að spila og komast í góðar stöður. En við hefðum þurft meiri þolinmæði í að skapa okkur færi.“ „Við tökum einn leik í einu og sjáum hverju það skilar okkur. Við höfum verið góðir undanfarið og höldum því bara áfram. Við recoverum í kvöld og á morgun og svo byrjar ný vika og undirbúningur.“ Besta deild karla Stjarnan FH Tengdar fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. Það var allt stál í stál í fyrri hálfleik. Það var jafnræði með liðunum og gerðu þau sig bæði líkleg til þess að skora. Hvorugu liði tókst þó að setja boltann í netið og því markalaust í fyrri hálfleik. Það var svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, bæði lið áttu fínar sóknir en tókst illa að nýta færin sem liðin fengu. Það var mikil barátta í báðum liðum sem vildu bæði setja sinn lit á leikinn. Jafntefli niðurstaðan og liðin deila stigunum. Stjarnan er nú fjórum stigum á eftir Víkingi sem eru í fyrsta sæti eins og staðan er núna. Valur er einu stigi á eftir Stjörnunni í þriðja sæti en á leik til góða. Atvik leiksins Þetta var nokkuð tíðindalítill leikur hér í kvöld. Baráttan var mikil en það var lítið sem stóð uppúr. Stjörnur og skúrkar Örvar Eggertsson var einhvernveginn í öllum baráttum í kvöld. Markmenn beggja liða sáu til þess að ekkert mark var skorað hér í kvöld. Stemmning og umgjörð Góð stemning í Garðabæ og heyrðist vel í stuðningsmönnum. Hér var boðið upp á kjötsúpu, hamborgara og pizzur, alvöru úrval. Stjörnumenn þurfa hins vegar að fjárfesta í alvöru fána. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, var í leikbanni og sat í stúkunni í dag. Hann var í miklu stuði og mætti með kanillengju og möndluköku í blaðamannastúkuna. Fána ársins var að finna í Garðabænum.Vísir/Sesselja Ósk Kakan.Vísir/Sesselja Ósk Dómarar Helgi Mikael Jónasson var á flautunni, með honum voru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Gylfi Már Sigurðsson. Helgi stóð sig vel á flautunni í dag, engin vafa atriði að mínu mati. Hann var spjalda glaður og fékk að heyra það af og til frá stúkunni. „Virðum stigið á móti heitasta liðinu í deildinni í dag“ Gott stig.Vísir/Viktor Freyr „Við verðum að virða stigið, þetta er heitasta liðið í deildinni og er með besta recordið í síðustu sex leikjum. Mér fannst samt þegar leið á seinni hálfleikinn að við hefðum getað stolið þessu. En jú jafntefli er nokkuð sanngjörn úrslit,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við misstum aðeins stjórn á leiknum í seinni hálfleik og hleyptum þessi aðeins upp í skyndisóknaleik. Stjörnumenn eru góðir í því, þeir eru með góða menn fram á við sem voru að ógna svolítið. Við vorum svo ekki að klára sóknirnar ekki nógu vel en heilt yfir sanngjörn úrslit.“ „Ég er sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. Menn voru að hlaupa fyrir hvorn annan og leggja mikla vinnu í leikinn. Við sáum gott FH lið í dag sem var byggt upp í vetur og sumar sem voru samkeppnishæfir á móti liðinu sem eru bestir á landinu í dag.“ „Þú vilt ekki fá eitt stig, þú vilt fá þrjú“ Þórarinn Ingi Valdimarsson og Steven Caulker.SÝN Sport „Við hefðum viljað meira, það er alltaf þannig í fótbolta, þú vilt ekki fá eitt stig, þú vilt fá þrjú. Þetta var hörku barátta í kvöld en við hefðum sjálfir viljað skapa meira og gera eitthvað,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, þjálfari Stjörnunnar í fjarveru Jökuls Elísabetarsonar sem var í leikbanni í dag, eftir leikinn. „Frammistaðan var allt í lagi, við náðum að spila og komast í góðar stöður. En við hefðum þurft meiri þolinmæði í að skapa okkur færi.“ „Við tökum einn leik í einu og sjáum hverju það skilar okkur. Við höfum verið góðir undanfarið og höldum því bara áfram. Við recoverum í kvöld og á morgun og svo byrjar ný vika og undirbúningur.“
Besta deild karla Stjarnan FH Tengdar fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann