Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2025 22:47 Ljósmynd af Eric Singer. Lögreglan í Ontario Líkamsleifar Bandaríkjamanns sem hjólaði að heiman árið 1973 og sneri aldrei aftur fundust í þjóðgarði í Kanada. Loksins nú hefur verið hægt að bera kennsl á þær. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy. Bandaríkin Kanada Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu. Maðurinn, sem hét Eric Singer, var 22 ára gamall þegar hann lét sig hverfa af heimili sínu í borginni Cleveland í Ohio-ríki. Í aðdraganda þess hafði Singer hætt í háskólanámi. Með því að flýja er hann talinn hafa verið að reyna að forðast herþjónustu í Víetnamstríðinu sem þá geysaði. Fjölskyldan lét lýsa eftir honum og réð einkaspæjara, en ekkert kom í ljós. „Ég vissi að þeir hefðu fundið hann“ Fyrir tveimur árum síðan fékk systir Singers símtal frá rannsóknarlögreglumanni frá Kanada. „Hann sagðist ætla að færa mér erfiðar fréttir og spurði hvort ég hefði tök á því að hlusta,“ er haft eftir systurinni, Ruth Singer, í tilkynningu lögreglunnar. „Um leið byrjuðu tár að renna niður kinnar mínar. Ég vissi að þeir hefðu fundið hann.“ Fyrst 1980 og svo 1995 Í raun höfðu líkamsleifar Singers fundist mörgum árum áður, en það var ekki fyrr en löngu seinna sem hægt var að bera kennsl á þær. Hluti þeirra fannst í Algonquin-garðinum í Ontario árið 1980. Þá fannst jafnframt, stakt stígvél, leðurveski og svefnpoki, auk annarra muna. Rannsakendur þess tíma komust að þeirri niðurstöðu að hinn látni hefði verið ungur hvítur karlmaður sem hefði líklega látist milli 1971 og 1978. Þó þótti þeim ekkert benda til þess að neitt saknæmt hefði átt sér stað. Frekari líkamsleifar fundust í þessum sama þjóðgarði árið 1995. Þá fannst kjálkabein. Í fyrstu var talið að það væri úr dýri, en rannsókn leiddi í ljós að það væri úr manni, en ekki var hægt að segja nánar til um úr hverjum. Léttir fylgdi fregnunum Það var síðan árið 2023 sem erfðarannsóknir sýndu að mögulega væru leifarnar af Eric Singer. Við tók frekari rannsóknarvinna, en til þess að staðfesta að um hann væri að ræða þurfti erfðasýni úr honum sem systur hans fundust. Það var síðan endanlega staðfest á þessu ári að leifarnar væru af Singer. „Mér var létt að hugsa til þess að hann væri ekki vond manneskja sem væri með annarri fjölskyldu og vildi ekki hitta litlu systur sína,“ sagði önnur systir hans, Merry Singer Lugasy.
Bandaríkin Kanada Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira