Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 12:32 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34