Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 07:00 Björn Darri Oddgeirsson hefur æft með Inter Milan og nú hefur ítalska félagið fengið hann á láni með kauprétti. Þróttur Þróttur og ítalska stórliðið Inter Milan hafa gert með sér samkomulag um félagaskipti Björns Darra Oddgeirssonar til ítalska félagsins. Björn Darri verður lánaður frá Þrótti fyrst um sinn, með kauprétti. Hann hefur áður farið til reynslu hjá Inter með góðum árangri og mun að svo stöddu æfa og leika með unglingaliðum félagsins. Björn Darri er einn efnilegasti leikmaður Þróttar. Hann er fæddur árið 2009 og hefur þegar æft og leikið með meistaraflokki félagsins, þrátt fyrir að vera enn í 3. flokki. Þá hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og leikið fyrir U15, U16 og U17 ára liðin. Hann leikur jafnan með 2. flokki Þróttar en var einnig í sigurliði félagsins í 3. flokki á ReyCup í sumar ásamt fleiri framúrskarandi leikmönnum. Samhliða þessum félagaskiptum munu Þróttur og Inter hefja formlegt samstarf og byggja ofan á þá tengingu sem hefur skapast á milli félaganna. Samstarfið mun fela í sér m.a. heimsóknir bæði leikmanna og þjálfara á milli félaganna. Þannig mun samstarfið skapa dýrmæt tækifæri til að miðla þekkingu á milli sín sem styrkir bæði félög. „Á undangengnum árum höfum við eflt innra starf knattspyrnudeildarinnar gríðarlega, ekki síst unglingastarfið, ráðið úrvals þjálfara og innleitt metnaðarfulla stefnu í þjálfun og aðbúnaði. Þessi mikla vinna skilar sér smám saman og áhugi Inter Milan á Birni Darra sýnir að jafnvel eitt af stærstu félagsliðum Evrópu, horfir til Þróttar í leit að leikmanni. Fyrir okkur er það mikil viðurkenning, vonandi bara sú fyrsta af mörgum. Við óskum að sjálfsögðu Birni Darra og fjölskyldu hans til hamingju með þennan áfanga og velgengni í leik og starfi í Mílanó,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður Knattspyrnudeildar Þróttar, við miðla Þróttar. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir tækifærið og allan stuðninginn sem ég hef fengið hjá Þrótti. Ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir hjá Inter Milan og læra sem mest á þessum vettvangi,“ sagði Björn Darri við miðla Þróttar. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Björn Darri verður lánaður frá Þrótti fyrst um sinn, með kauprétti. Hann hefur áður farið til reynslu hjá Inter með góðum árangri og mun að svo stöddu æfa og leika með unglingaliðum félagsins. Björn Darri er einn efnilegasti leikmaður Þróttar. Hann er fæddur árið 2009 og hefur þegar æft og leikið með meistaraflokki félagsins, þrátt fyrir að vera enn í 3. flokki. Þá hefur hann verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og leikið fyrir U15, U16 og U17 ára liðin. Hann leikur jafnan með 2. flokki Þróttar en var einnig í sigurliði félagsins í 3. flokki á ReyCup í sumar ásamt fleiri framúrskarandi leikmönnum. Samhliða þessum félagaskiptum munu Þróttur og Inter hefja formlegt samstarf og byggja ofan á þá tengingu sem hefur skapast á milli félaganna. Samstarfið mun fela í sér m.a. heimsóknir bæði leikmanna og þjálfara á milli félaganna. Þannig mun samstarfið skapa dýrmæt tækifæri til að miðla þekkingu á milli sín sem styrkir bæði félög. „Á undangengnum árum höfum við eflt innra starf knattspyrnudeildarinnar gríðarlega, ekki síst unglingastarfið, ráðið úrvals þjálfara og innleitt metnaðarfulla stefnu í þjálfun og aðbúnaði. Þessi mikla vinna skilar sér smám saman og áhugi Inter Milan á Birni Darra sýnir að jafnvel eitt af stærstu félagsliðum Evrópu, horfir til Þróttar í leit að leikmanni. Fyrir okkur er það mikil viðurkenning, vonandi bara sú fyrsta af mörgum. Við óskum að sjálfsögðu Birni Darra og fjölskyldu hans til hamingju með þennan áfanga og velgengni í leik og starfi í Mílanó,“ sagði Kristján Kristjánsson, formaður Knattspyrnudeildar Þróttar, við miðla Þróttar. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir tækifærið og allan stuðninginn sem ég hef fengið hjá Þrótti. Ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir hjá Inter Milan og læra sem mest á þessum vettvangi,“ sagði Björn Darri við miðla Þróttar. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur)
Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira