Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2025 07:02 Örvæntið ekki, Lammens er mættur til að bjarga málunum. Kannski allavega. Í besta falli mögulega seinna meir. Manchester United Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. „Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira
„Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira