Skutu hver annan fyrir orður og bætur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:01 Að minnsta kosti 35 rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir svik, með því að hafa sært hvern annan eða falsað sár með öðrum hætti til að fá bætur. Getty Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15