Hótar að senda herinn til Baltimore Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 13:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með hermönnum og útsendurum alríkislöggæslustofnanna í Washington DC. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman. Þá benti Moore á að morðtíðni í Baltimore hefði ekki verið lægri í fimm áratugi. Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn sagðist forsetinn ekki til í það og sakaði Moore um að vera með illgjarnan tón í sinn garð. „Ég geri ráð fyrir að hann sé að tala um stjórnlausa glæpabælið Baltimore?“ skrifaði Trump. „Sem forseti myndi ég frekar að hann hreinsaði þessar glæpahamfarir áður en ég fer þar í göngutúr.“ Þá sagðist Trump geta sent herinn til að hjálpa Moore við að kveða niður glæpi og vísaði til meints árangurs þjóðvarðliðs Bandaríkjanna í Washington DC. Forsetinn staðhæfði, ranglega, að eftir vikudvöl þjóðvarðliðsins í höfuðborginni hefðu „engir glæpir og engin morð“ verið framin þar. Trump sagði einnig að hann hefði gefið Moore mikla peninga til að gera við „ónýtu brúnna hans“ og var hann þá væntanlega að vísa til Francis Scott Key-brúarinnar, sem hrundi í fyrra þegar gámaflutningaskipi var siglt á hana. Trump sagðist nú þurfa að endurskoða þá ákvörðun. Þar að auki velti Trump vöngum yfir því hvort Wes Moore, sem var hermaður um tíma og barðist í Afganistan, hefði logið um að hafa fengið bronsstjörnuna. Moore segist hafa sagt það óvart á gamalli umsókn um styrk, en yfirmaður hans í hernum lagði til að hann yrði heiðraður á sínum tíma, án þess að það gerðist. Yfirmaðurinn lagði svo aftur fram beiðnina í fyrra og fékk ríkisstjórinn þá bronsstjörnu. Ríkisstjórinn skrifaði þá í eigin færslu á X og kallaði Trump „beinspora forseta“ en það er tilvísun í það að Trump kom sér hjá hverkvaðningu í Víetnam á sínum tíma með því að fá lækni til að skrifa upp á vottorð um að hann hefði verið með beinspora. „Beinspori forseti gerir allt sem hann getur til að komast hjá því að ganga, jafnvel þó það feli í sér að varpa frá sér frekari lygum um hverju við höfum áorkað í Maryland,“ skrifaði Moore meðal annars. „Hey Donald, við getum útvegað þér golfbíl ef það er auðveldara.“ President Bone Spurs will do anything to get out of walking – even if that means spouting off more lies about the progress we’re making on public safety in Maryland.Hey Donald, we can get you a golf cart if that makes things easier. Just let my team know.— Wes Moore (@iamwesmoore) August 24, 2025 Segir Trump ekki búa yfir lausnum Brandon Scott, borgarstjóri Maryland, hefur sent frá sér tilkynningu um ummæli Trumps. Í grein Washington Post er haft eftir borgarstjóranum að yfirtaka Trumps á löggæslu í Washington DC sýni fram á tvennt. Það er að forsetinn sé tilbúinn til að gera hvað sem er og fórna hverjum sem er til að ýta undir eigið sjálfstraust og að hann búi ekki yfir neinum lausnum um það hvernig hægt sé að gera Bandaríkin öruggari, heilbrigðari eða frjálsari. Borgarstjórinn lagði meðal annars til að hægt væri að grípa til hertra laga varðandi skotvopn, nota ríkisstyrki aftur til að styðja við samtök sem berjast gegn glæpastarfsemi í Baltimore eða auka getu löggæsluembætta eins og Alríkislögreglunnar og fíkniefnalögreglunnar í borginni, án þess þó að það komi niður á öðrum embættum og rannsóknum. Beinir einnig spjótunum að Chicago Trump hefur lagt til á undanförnum dögum að senda þjóðvarðlið einnig á götur Chicago, þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna. Forsetinn hefur lengi talað illa um borgina, eins og margar aðrir borgir í Bandaríkjunum, en fregnir hafa borist af því að innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sé verið að skoða áætlanir um að senda þjóðvarðliða þangað og jafnvel almenna hermenn einnig. Það hafa ráðamenn í Chicago og Illinois ekki tekið vel í. JB Pritzker, ríkisstjóri, segir ekkert tilefni til að senda hermenn til borgarinnar og sakar Trump um að reyna að skapa krísuástand í pólitískum tilgangi. Brandon Johnson, borgarstjóri, sendi út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af ætlunum Trumps. Meðal annars sagði hann þær óþarfar og sagði að þær myndu ekki auka öryggi í Chicago. Borgarstjórinn sagði að ekki hefði verið haft samband við skrifstofu hans um þessar ætlanir en það sama á við Pritzker. Alvarlegar ákærur fyrir minnstu brot Trump hefur stært sig af því að Washginton DC hafi aldrei verið öruggari en eftir að hann tók yfir löggæsluna þar og sendi útsendara alríkisstofnana og þjóðvarðliða, sem bera nú vopn, til borgarinnar. Meðal annars hefur hann haldið því fram að þessi meinta velgengni sýni að sömu aðferðum megi beita víðar, eins og í Chicago eða Baltimore. Lögmenn í Washington DC sem blaðamenn New York Times ræddu við fyrir helgi segja margir að velgengnin sé ýkt. Meðal annars vegna þess að saksóknurum hafi verið skipað að ákæra fólk með mun alvarlegri alríkisákærum en tilefni sé fyrir. Þær skipanir munu koma frá Jeanine Pirro, fyrrverandi dómara og sjónvarpskonu hjá Fox News, sem Trump hefur skipað í embætti ríkissaksóknara í DC. Verið sé að draga fólk fyrir framan alríkisdómara fyrir mál sem hefðu áður verið tekin fyrir í héraðsdómi, ef þau hefðu yfir höfuð ratað þangað vegna léttvægis. Í einu tilfelli var ökumaður fyrir Amazon handtekinn eftir að löggæslumenn frá fjölmörgum mismunandi embættum, þar á meðal lögreglunnar í DC, FBI, DEA og ICE, komu að honum og tveimur öðrum mönnum sitjandi í bíl. Hinn 28 ára gamli Mark Bigelow var handtekinn fyrir að vera með opið áfengisílát, sem þykir minniháttar brot. Hann var handjárnaður og færður í bíl og sakaður um að hafa sýnt mótþróa og sparka í útsendara ICE. Því var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás á útsendara alríkisins og gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisvist. Skipaði saksóknurum að ákæra en hætti við Í öðru umdeildu atviki var 37 ára maður handtekinn fyrir að vera með tvær skammbyssur í tösku sinni. Saksóknarar komust þó að þeirri niðurstöðu að þegar hann var upprunalega stöðvaður og leitað á honum, hafi löggæslumennirnir í því tilfelli ekki haft tilefni til að leita á honum og brotið á réttindum hans. Til stóð að fella málið niður en Pirro krafðist þess að maðurinn yrði ákærður. Seinna meir sjá hún svo sjálf upptökur úr vestismyndavélum umræddra löggæslumanna og sagði saksóknurum sínum að fella málið niður. Maðurinn fer þó fyrir dómara í dag vegna málsins og saksóknarar óttast að dómari muni bregðast við brotum á réttindum mannsins með því setja frekari tálma á löggæslumenn í borginni. Í grein NYT er bent á eitt mál til viðbótar, þar sem maður sem lengi hefur glímt við geðræn vandamál var handtekinn fyrir skemmdarverk á ljósi við veitingahús í Washington. Eftir að hann var handtekinn sagðist maðurinn ölvaður og sagðist ætla að fara aftur til veitingahússins til að ganga í skrokk á einhverjum. „Ég mun ekki lýða fasisma,“ sagði maðurinn og hét því að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna. Jafnvel þó hann þyrfti að drepa þann sem ók lögreglubílnum, forsetann eða einhvern annan. Ökumaður bílsins sagði þá strax í talstöð sína að maðurinn hefði hótað að myrða forsetann og láta þyrfti lífvarðasveit hans vita. Þá byrjaði maðurinn í aftursætinu að syngja en hann var ákærður fyrir að ógna forsetanum og stendur frammi fyrir allt að fimm ára fangelsisvist. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Þá benti Moore á að morðtíðni í Baltimore hefði ekki verið lægri í fimm áratugi. Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn sagðist forsetinn ekki til í það og sakaði Moore um að vera með illgjarnan tón í sinn garð. „Ég geri ráð fyrir að hann sé að tala um stjórnlausa glæpabælið Baltimore?“ skrifaði Trump. „Sem forseti myndi ég frekar að hann hreinsaði þessar glæpahamfarir áður en ég fer þar í göngutúr.“ Þá sagðist Trump geta sent herinn til að hjálpa Moore við að kveða niður glæpi og vísaði til meints árangurs þjóðvarðliðs Bandaríkjanna í Washington DC. Forsetinn staðhæfði, ranglega, að eftir vikudvöl þjóðvarðliðsins í höfuðborginni hefðu „engir glæpir og engin morð“ verið framin þar. Trump sagði einnig að hann hefði gefið Moore mikla peninga til að gera við „ónýtu brúnna hans“ og var hann þá væntanlega að vísa til Francis Scott Key-brúarinnar, sem hrundi í fyrra þegar gámaflutningaskipi var siglt á hana. Trump sagðist nú þurfa að endurskoða þá ákvörðun. Þar að auki velti Trump vöngum yfir því hvort Wes Moore, sem var hermaður um tíma og barðist í Afganistan, hefði logið um að hafa fengið bronsstjörnuna. Moore segist hafa sagt það óvart á gamalli umsókn um styrk, en yfirmaður hans í hernum lagði til að hann yrði heiðraður á sínum tíma, án þess að það gerðist. Yfirmaðurinn lagði svo aftur fram beiðnina í fyrra og fékk ríkisstjórinn þá bronsstjörnu. Ríkisstjórinn skrifaði þá í eigin færslu á X og kallaði Trump „beinspora forseta“ en það er tilvísun í það að Trump kom sér hjá hverkvaðningu í Víetnam á sínum tíma með því að fá lækni til að skrifa upp á vottorð um að hann hefði verið með beinspora. „Beinspori forseti gerir allt sem hann getur til að komast hjá því að ganga, jafnvel þó það feli í sér að varpa frá sér frekari lygum um hverju við höfum áorkað í Maryland,“ skrifaði Moore meðal annars. „Hey Donald, við getum útvegað þér golfbíl ef það er auðveldara.“ President Bone Spurs will do anything to get out of walking – even if that means spouting off more lies about the progress we’re making on public safety in Maryland.Hey Donald, we can get you a golf cart if that makes things easier. Just let my team know.— Wes Moore (@iamwesmoore) August 24, 2025 Segir Trump ekki búa yfir lausnum Brandon Scott, borgarstjóri Maryland, hefur sent frá sér tilkynningu um ummæli Trumps. Í grein Washington Post er haft eftir borgarstjóranum að yfirtaka Trumps á löggæslu í Washington DC sýni fram á tvennt. Það er að forsetinn sé tilbúinn til að gera hvað sem er og fórna hverjum sem er til að ýta undir eigið sjálfstraust og að hann búi ekki yfir neinum lausnum um það hvernig hægt sé að gera Bandaríkin öruggari, heilbrigðari eða frjálsari. Borgarstjórinn lagði meðal annars til að hægt væri að grípa til hertra laga varðandi skotvopn, nota ríkisstyrki aftur til að styðja við samtök sem berjast gegn glæpastarfsemi í Baltimore eða auka getu löggæsluembætta eins og Alríkislögreglunnar og fíkniefnalögreglunnar í borginni, án þess þó að það komi niður á öðrum embættum og rannsóknum. Beinir einnig spjótunum að Chicago Trump hefur lagt til á undanförnum dögum að senda þjóðvarðlið einnig á götur Chicago, þriðju fjölmennustu borgar Bandaríkjanna. Forsetinn hefur lengi talað illa um borgina, eins og margar aðrir borgir í Bandaríkjunum, en fregnir hafa borist af því að innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sé verið að skoða áætlanir um að senda þjóðvarðliða þangað og jafnvel almenna hermenn einnig. Það hafa ráðamenn í Chicago og Illinois ekki tekið vel í. JB Pritzker, ríkisstjóri, segir ekkert tilefni til að senda hermenn til borgarinnar og sakar Trump um að reyna að skapa krísuástand í pólitískum tilgangi. Brandon Johnson, borgarstjóri, sendi út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir miklum áhyggjum af ætlunum Trumps. Meðal annars sagði hann þær óþarfar og sagði að þær myndu ekki auka öryggi í Chicago. Borgarstjórinn sagði að ekki hefði verið haft samband við skrifstofu hans um þessar ætlanir en það sama á við Pritzker. Alvarlegar ákærur fyrir minnstu brot Trump hefur stært sig af því að Washginton DC hafi aldrei verið öruggari en eftir að hann tók yfir löggæsluna þar og sendi útsendara alríkisstofnana og þjóðvarðliða, sem bera nú vopn, til borgarinnar. Meðal annars hefur hann haldið því fram að þessi meinta velgengni sýni að sömu aðferðum megi beita víðar, eins og í Chicago eða Baltimore. Lögmenn í Washington DC sem blaðamenn New York Times ræddu við fyrir helgi segja margir að velgengnin sé ýkt. Meðal annars vegna þess að saksóknurum hafi verið skipað að ákæra fólk með mun alvarlegri alríkisákærum en tilefni sé fyrir. Þær skipanir munu koma frá Jeanine Pirro, fyrrverandi dómara og sjónvarpskonu hjá Fox News, sem Trump hefur skipað í embætti ríkissaksóknara í DC. Verið sé að draga fólk fyrir framan alríkisdómara fyrir mál sem hefðu áður verið tekin fyrir í héraðsdómi, ef þau hefðu yfir höfuð ratað þangað vegna léttvægis. Í einu tilfelli var ökumaður fyrir Amazon handtekinn eftir að löggæslumenn frá fjölmörgum mismunandi embættum, þar á meðal lögreglunnar í DC, FBI, DEA og ICE, komu að honum og tveimur öðrum mönnum sitjandi í bíl. Hinn 28 ára gamli Mark Bigelow var handtekinn fyrir að vera með opið áfengisílát, sem þykir minniháttar brot. Hann var handjárnaður og færður í bíl og sakaður um að hafa sýnt mótþróa og sparka í útsendara ICE. Því var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás á útsendara alríkisins og gæti átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisvist. Skipaði saksóknurum að ákæra en hætti við Í öðru umdeildu atviki var 37 ára maður handtekinn fyrir að vera með tvær skammbyssur í tösku sinni. Saksóknarar komust þó að þeirri niðurstöðu að þegar hann var upprunalega stöðvaður og leitað á honum, hafi löggæslumennirnir í því tilfelli ekki haft tilefni til að leita á honum og brotið á réttindum hans. Til stóð að fella málið niður en Pirro krafðist þess að maðurinn yrði ákærður. Seinna meir sjá hún svo sjálf upptökur úr vestismyndavélum umræddra löggæslumanna og sagði saksóknurum sínum að fella málið niður. Maðurinn fer þó fyrir dómara í dag vegna málsins og saksóknarar óttast að dómari muni bregðast við brotum á réttindum mannsins með því setja frekari tálma á löggæslumenn í borginni. Í grein NYT er bent á eitt mál til viðbótar, þar sem maður sem lengi hefur glímt við geðræn vandamál var handtekinn fyrir skemmdarverk á ljósi við veitingahús í Washington. Eftir að hann var handtekinn sagðist maðurinn ölvaður og sagðist ætla að fara aftur til veitingahússins til að ganga í skrokk á einhverjum. „Ég mun ekki lýða fasisma,“ sagði maðurinn og hét því að verja stjórnarskrá Bandaríkjanna. Jafnvel þó hann þyrfti að drepa þann sem ók lögreglubílnum, forsetann eða einhvern annan. Ökumaður bílsins sagði þá strax í talstöð sína að maðurinn hefði hótað að myrða forsetann og láta þyrfti lífvarðasveit hans vita. Þá byrjaði maðurinn í aftursætinu að syngja en hann var ákærður fyrir að ógna forsetanum og stendur frammi fyrir allt að fimm ára fangelsisvist.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira