Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 10:14 Donald Trump og Jeanine Pirro. Forsetinn hefur gert þáttastjórnandann að ríkissaksóknara í Washington DC. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira