Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Árni Gísli Magnússon skrifar 21. ágúst 2025 19:52 Sandra María Jessen skoraði í kvöld en klikkaði líka á víti. Vísir/Diego Þór/KA vann sinn fyrsta leik í slétta tvo mánuði með öruggum 4-0 sigri á FHL í 14. umferð bestu deildar kvenna í Boganum í kvöld. Norðankonur höfðu tapað þremur leikjum í röð eftir EM hlé en eru nú aftur komnar á beinu brautina. FHL mistókst að ná í sinn annan sigur eftir fyrsta sigurleik sinn í síðustu umferð. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Nokkrum mínútum síðar fékk miðvörðurinn Agnes Birta frían skalla eftir horn en setti boltann yfir.Það var svo eftir 20 mínútna leik sem Karen María Sigurgeirsdóttir tvöfaldaði forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Eftir rúman hálftíma leik áttu gestirnir flotta skyndisókn og Taylor Hamlett brenndi af sannkölluðu dauðafæri ein gegn Jessicu í marki Þór/KA sem kom út á móti henni og varði frábærlega. FHL virtist vakna eftir þetta færi og batnaði leikur liðsins til muna og hélst boltinn mun meira innan liðsins og betri stöður mynduðust en Þór/KA hafði fram að þessu haft öll völd á vellinum. Staðan 2-0 í hálfleik heimakonum í vil. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Einhver lið hefðu brotnað þremur mörkum undir á þessum tímapunkti en leikmenn FHL héldu áfram sínu mikla orkustigi og leituðu að marki. Eftir rúman klukkutíma leik fékk Taylor Hamlett sitt annað dauðfæri en hitti boltann illa eftir góðan undirbúning frá Björgu Gunnlaugsdóttur. Á 70. mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann.Tveimur mínútum síðar kom Taylor boltanum í markið eftir sláarskot Castille Brookshire en var dæmd rangstæð, Austfirðingum til mikils ama. Leikurinn var áfram hörku skemmtilegur þrátt fyrir að úrslitin væru svo gott sem ráðin en síðasta naglann í kistu FHL sá hin 15 ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir um að reka. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjær hornið. Lokatölur 4-0. Atvik leiksins Síðasta mark leiksins sem Bríet Fjóla skoraði. 15 ára mjög efnilega stelpa sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild en hún var nú þegar búin að skora bæði í lengju- og mjólkurbikarnum. Mark sem hún mun alltaf muna eftir. Stjörnur og skúrkar Þór/KA liðið sem heild átti bara góða og fagmannlega frammistöðu í dag. Jessica bjargaði nokkrum sinnum vel í markinu og voru Hulda Björg og Agnes Birta traustar þar fyrir framan. Sandra María og Hulda Ósk voru báðar á sínum degi og þá eru þær illviðráðanlegar. Hjá gestunum heillaði Castille Brookshire. Frábær leikmaður, mjög orkumikil, sparkviss og erfið við að eiga. Alexia Czerwien og Taylor Hemlett voru frískar en Taylor klúðrar tveimur dauðafærum sem gerir hana smávegis að skúrk. Þessi færi verður að klára. Dómarinn Mjög vel dæmt hjá Sveini og hans teymi. Stóru ákvarðanirnar lentu á Ásgeiri Þór aðstoðardómara sem dæmdi mark þegar Kimberley skallaðu boltann í slá og niður sem ég held að hafi verið rétt og dæmir mark af FHL vegna rangstöðu þegar Taylor fylgir eftir skoti Castille en FHL var mjög ósátt með þá ákvörðun. Stemning og umgjörð Stemningin nokkuð góð og fín mæting að austan þar sem stuðningsfólk FHL lét vel í sér heyra sem kveikti bara í stuðningsfólki Þór/KA. Einar Gauti, líklega besti kokkur landsins, grillaði hamborgara úti í blíðunni fyrir fólkið á meðan boltanum var spyrnt í Boganum góða. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina. Björgvin Karl GunnarssonAusturfrétt „Vonandi getum við sýnt fólkinu okkar að við getum gert miklu betur en þetta“ Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var ósáttur við dapra byrjun í 4-0 tapi gegn Þór/KA í Boganum í kvöld og segist sitt lið þurfa að gera betur. „Svekktur að tapa leik 4-0. Frammistaðan var ágæt eftir 25. mínútur þar sem mér fannst við vera mjög slakar í byrjum og vorum ekki að mæta þeim nógu vel. Þær komust sterkt inn í leikinn og skora tvö mörk áður en við hreinlega bregðumst við og eftir það þá komumst við inn í leikinn, sköpum færi og ætluðum að gera enn þá betur í seinni hálfleik en því miður byrjuðum við hann ekki eins vel og við ætluðum okkur“. Af hverju byrjið þið leikinn svona ill? Það var hálf partinn eins og þið væruð bara enn þá upp í rútu í byrjun. „Já það mætti halda að við höfum verið of lengi á ferðinni og stoppað of lengi við brúna en ég veit ekki hvað skal segja. Við ætluðum okkur meira í dag en við sýndum og mér fannst Þór/KA liðið vera bara nokkuð beitt og virkilega flott í dag.“ FHL spilar af mikilli orku og voru leikmenn enn á fullu seint í leiknum þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir.„Ég er ánægður með 60 mínútur af leiknum þar sem þær eru að vinna á fullu og vinna fyrsta og annan bolta, eða í þeirri baráttu, ég er ekki ánægður með fyrstu 25 mínúturnar, þar fannst mér við vera undir í öllu.“ Hvað vantar upp á til að koma tuðrunni yfir línuna? Það var lítið í dag. Það voru að mínu mati þrjú færi þarna sem við hefðum átt að geta komið yfir línuna en það hefði samt ekkert dugað í dag. Hins vegar þurfum við að gera betur í varnarleik líka.“ Komnar aftur á jörðina eftir fyrsta sigurinn Björgvin sagði í viðtali fyrir leik að liðið væri í skýjunum eftir fyrsta sigurinn í síðustu umferð en viðurkenndi að þeim hafi verið hent hressilega aftur niður á jörðina í dag. „Ég myndi segja það já, af því þetta er svekkelsi því okkur langar að reyna draga á liðin sem eru fyrir ofan okkur og gera úrslitakeppnina í neðri hlutanum eitthvað skemmtilega en miðað við þetta þá eigum við ekkert erindi þangað.“„Auðvitað, við höfum verið þokkalegar á heimavelli og vonandi getum við sýnt fólkinu okkar þar að við getum gert miklu betur en þetta“, sagði Björgvin að lokum aðspurður hvort heimaleikurinn gegn Stjörnunni í næstu umferð væri tækifæri til að gera betur en í dag. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FHL
Þór/KA vann sinn fyrsta leik í slétta tvo mánuði með öruggum 4-0 sigri á FHL í 14. umferð bestu deildar kvenna í Boganum í kvöld. Norðankonur höfðu tapað þremur leikjum í röð eftir EM hlé en eru nú aftur komnar á beinu brautina. FHL mistókst að ná í sinn annan sigur eftir fyrsta sigurleik sinn í síðustu umferð. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Nokkrum mínútum síðar fékk miðvörðurinn Agnes Birta frían skalla eftir horn en setti boltann yfir.Það var svo eftir 20 mínútna leik sem Karen María Sigurgeirsdóttir tvöfaldaði forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Eftir rúman hálftíma leik áttu gestirnir flotta skyndisókn og Taylor Hamlett brenndi af sannkölluðu dauðafæri ein gegn Jessicu í marki Þór/KA sem kom út á móti henni og varði frábærlega. FHL virtist vakna eftir þetta færi og batnaði leikur liðsins til muna og hélst boltinn mun meira innan liðsins og betri stöður mynduðust en Þór/KA hafði fram að þessu haft öll völd á vellinum. Staðan 2-0 í hálfleik heimakonum í vil. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Einhver lið hefðu brotnað þremur mörkum undir á þessum tímapunkti en leikmenn FHL héldu áfram sínu mikla orkustigi og leituðu að marki. Eftir rúman klukkutíma leik fékk Taylor Hamlett sitt annað dauðfæri en hitti boltann illa eftir góðan undirbúning frá Björgu Gunnlaugsdóttur. Á 70. mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann.Tveimur mínútum síðar kom Taylor boltanum í markið eftir sláarskot Castille Brookshire en var dæmd rangstæð, Austfirðingum til mikils ama. Leikurinn var áfram hörku skemmtilegur þrátt fyrir að úrslitin væru svo gott sem ráðin en síðasta naglann í kistu FHL sá hin 15 ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir um að reka. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjær hornið. Lokatölur 4-0. Atvik leiksins Síðasta mark leiksins sem Bríet Fjóla skoraði. 15 ára mjög efnilega stelpa sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild en hún var nú þegar búin að skora bæði í lengju- og mjólkurbikarnum. Mark sem hún mun alltaf muna eftir. Stjörnur og skúrkar Þór/KA liðið sem heild átti bara góða og fagmannlega frammistöðu í dag. Jessica bjargaði nokkrum sinnum vel í markinu og voru Hulda Björg og Agnes Birta traustar þar fyrir framan. Sandra María og Hulda Ósk voru báðar á sínum degi og þá eru þær illviðráðanlegar. Hjá gestunum heillaði Castille Brookshire. Frábær leikmaður, mjög orkumikil, sparkviss og erfið við að eiga. Alexia Czerwien og Taylor Hemlett voru frískar en Taylor klúðrar tveimur dauðafærum sem gerir hana smávegis að skúrk. Þessi færi verður að klára. Dómarinn Mjög vel dæmt hjá Sveini og hans teymi. Stóru ákvarðanirnar lentu á Ásgeiri Þór aðstoðardómara sem dæmdi mark þegar Kimberley skallaðu boltann í slá og niður sem ég held að hafi verið rétt og dæmir mark af FHL vegna rangstöðu þegar Taylor fylgir eftir skoti Castille en FHL var mjög ósátt með þá ákvörðun. Stemning og umgjörð Stemningin nokkuð góð og fín mæting að austan þar sem stuðningsfólk FHL lét vel í sér heyra sem kveikti bara í stuðningsfólki Þór/KA. Einar Gauti, líklega besti kokkur landsins, grillaði hamborgara úti í blíðunni fyrir fólkið á meðan boltanum var spyrnt í Boganum góða. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina. Björgvin Karl GunnarssonAusturfrétt „Vonandi getum við sýnt fólkinu okkar að við getum gert miklu betur en þetta“ Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL, var ósáttur við dapra byrjun í 4-0 tapi gegn Þór/KA í Boganum í kvöld og segist sitt lið þurfa að gera betur. „Svekktur að tapa leik 4-0. Frammistaðan var ágæt eftir 25. mínútur þar sem mér fannst við vera mjög slakar í byrjum og vorum ekki að mæta þeim nógu vel. Þær komust sterkt inn í leikinn og skora tvö mörk áður en við hreinlega bregðumst við og eftir það þá komumst við inn í leikinn, sköpum færi og ætluðum að gera enn þá betur í seinni hálfleik en því miður byrjuðum við hann ekki eins vel og við ætluðum okkur“. Af hverju byrjið þið leikinn svona ill? Það var hálf partinn eins og þið væruð bara enn þá upp í rútu í byrjun. „Já það mætti halda að við höfum verið of lengi á ferðinni og stoppað of lengi við brúna en ég veit ekki hvað skal segja. Við ætluðum okkur meira í dag en við sýndum og mér fannst Þór/KA liðið vera bara nokkuð beitt og virkilega flott í dag.“ FHL spilar af mikilli orku og voru leikmenn enn á fullu seint í leiknum þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir.„Ég er ánægður með 60 mínútur af leiknum þar sem þær eru að vinna á fullu og vinna fyrsta og annan bolta, eða í þeirri baráttu, ég er ekki ánægður með fyrstu 25 mínúturnar, þar fannst mér við vera undir í öllu.“ Hvað vantar upp á til að koma tuðrunni yfir línuna? Það var lítið í dag. Það voru að mínu mati þrjú færi þarna sem við hefðum átt að geta komið yfir línuna en það hefði samt ekkert dugað í dag. Hins vegar þurfum við að gera betur í varnarleik líka.“ Komnar aftur á jörðina eftir fyrsta sigurinn Björgvin sagði í viðtali fyrir leik að liðið væri í skýjunum eftir fyrsta sigurinn í síðustu umferð en viðurkenndi að þeim hafi verið hent hressilega aftur niður á jörðina í dag. „Ég myndi segja það já, af því þetta er svekkelsi því okkur langar að reyna draga á liðin sem eru fyrir ofan okkur og gera úrslitakeppnina í neðri hlutanum eitthvað skemmtilega en miðað við þetta þá eigum við ekkert erindi þangað.“„Auðvitað, við höfum verið þokkalegar á heimavelli og vonandi getum við sýnt fólkinu okkar þar að við getum gert miklu betur en þetta“, sagði Björgvin að lokum aðspurður hvort heimaleikurinn gegn Stjörnunni í næstu umferð væri tækifæri til að gera betur en í dag.