Trump sagður hlynntur afsali lands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 00:06 Pútín og Trump heilsast innilega í Alaska í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira