Trump sagður hlynntur afsali lands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 00:06 Pútín og Trump heilsast innilega í Alaska í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira