Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 23:24 Trump og Pútín fóru með sitthvora yfirlýsinguna á sitthvoru tungumálinu. ap Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira