Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 15:09 Bezalel Smotrich heldur á korti sem sýnir fyrirhuguðu landtökubyggðina á Vesturbakkanum þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði að gefa henni grænt ljós í dag. AP/Ohad Zwigenberg Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira