Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 15:09 Bezalel Smotrich heldur á korti sem sýnir fyrirhuguðu landtökubyggðina á Vesturbakkanum þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði að gefa henni grænt ljós í dag. AP/Ohad Zwigenberg Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Landsvæði austur af Jerúsalem sem hefur verið nefnt E1 hefur verið þrætuepli um áratuga skeið. Nú stendur loks til að gera alvöru úr áformum um að reisa þar nýja landtökubyggð á hernumdu landi Palestínumanna. „Þessi raunveruleiki grefur hugmyndina um palestínskt ríki vegna þess að það er ekkert eftir til þess að viðurkenna og enginn til þess að viðurkenna,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels sem kemur yst af hægri væng þarlendra stjórnmála. Verði byggðin að veruleika slítur það í reynd Vesturbakkann í tvennt fyrir Palestínumenn. Landið sem um ræðir er ein síðasta tengingin á milli tveggja helstu borganna þar, Ramallah og Bethlehem. AP-fréttastofan segir að Palestínumenn sem þurfi að ferðast á milli borganna þurfi í framtíðinni að leggja nokkra kílómetra lykkju á leið sína frá því sem nú er og fara í gegnum nokkrar eftirlitsstöðvar Ísraelsmanna. Lofar „sanna vini“ Ísraels vestanhafs Fram að þessu hafa Ísraelar látið verið að byggja á svæðinu undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú eru breyttir tíma og lofaði Smotrich bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Huckabee, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, sem „sanna vini Ísraels sem við höfum aldrei átt áður.“ Enn á eftir að hnýta nokkra lausa enda áður en byggðin fær endanlegt samþykki en framkvæmdir eru sagðar geta farið af stað á allra næstu mánuðum. Fulltrúar palestínskra yfirvalda og mannréttindasamtök fordæma fyrirætlanir Ísraela. Ráðgjafi utanríkisráðherra Palestínu lýsir þeim sem rasískri nýlendu- og útþenslustefnu. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Palestínumenn fái eigið ríki. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðir Ísraela, þar sem um 700.000 þeirra búa, ólöglegar. Ísraelar, sem hernámu Vesturbakkann í sex daga stríðinu árið 1967, halda því hins vegar fram að hann leysa þurfi úr deilum um tilkall til hans í samningaviðræðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira