Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2025 11:53 Beðið yfir jarðneskum leifum tveggja blaðamanna sem Ísraelar drápu, annan að tilefnislausu, og hinn á grundvelli órökstuddra fullyrðinga. AP/Jehad al-Shrafi Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. Sunnudagskvöldið gerðu Ísraelar loftárás á tjaldbúðir blaðamanna við inngang hins margumfjallaða Al-Shifa-spítala í Gasaborg. Þar var heimsþekkti blaðamaðurinn Anas Al-Sharif ásamt blaðamönnunum Mohammed Qreiqa og Mohammad al-Khaldi og myndatökumönnunum Ibrahim Zaher, Moamen Aliwa og Mohammed Noufal. Þeir létust allir nær samstundis í sprengingunni sem tætti tjaldið í sundur. Sjá einnig: Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Fjórir þeirra, að al-Khaldi undanskildum, voru fréttaritarar á vegum katarska miðilsins Al Jazeera sem hefur fordæmt drápin harðlega og taka þvert fyrir brigslanir Ísraelshers um að Anas al-Sharif hafi verið vígamaður Hamas. Ísraelsher heldur því fram að al-Sharif hafi farið fyrir hryðjuverkasellu og stýrt eldflaugaárásum á ísraelsk þorp handan landamæramúrsins. Fyrir því hafa þeir engin sannreynd gögn og þeir hafa ekki réttlætt drápin á hinum blaðamönnunum sem fórust. Alþjóðalög kveða skýrt á um að fréttamenn séu almennir borgarar og því telst stríðsglæpur að gera þá að skotmörkum. Hins vegar hefur Ísraelsher augljóslega skotleyfi á einn foringja hryðjuverkaárásanna hryllilegu sem Hamas gerði 7. október 2023. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins nemur þátttaka Anas al-Sharif í voðaverkum þó ekki meiru en að hafa sinnt verkefnum fyrir fjölmiðlateymi Hamas, og það áður en yfirstandandi stríð hófst. Hlaut hertign tíu ára en gekk til liðs við herinn sautján ára Frá upphafi stríðsins í október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið á annað hundrað blaðamanna og þar af ýmsa sem hafðir voru vísvitandi að skotmörkum. Þrír af þeim síðarnefndu á grundvelli þess sem samtökin Committee to Protect Journalists segja „mótsagnakennd sönnunargögn.“ Áður en stríðið hófst birtu samtökin umfangsmikla umfjöllun um dráp Ísraelshers á blaðamönnum í Palestínu. Umfjöllunin bar heitið Banvænt mynstur og þar voru tíundaðar sögur blaðamanna sem drepnir voru, meðal annars á grundvelli ósannaðra ásakana um aðild að hryðjuverkum eða hryðjuverkasamtökum. Einn þeirra var sakaður um að hafa öðlast tign í hernaðararmi Hamas þegar hann var tíu ára gamall. Ismail Al Ghoul, fréttaritari Al Jazeera, var drepin ásamt tökumanni sínum Rami Al Refee í nágrenni Gasaborgar. Þeir voru myrtir í flygildisárás þann 31. júlí á síðasta ári. Ísraelsher staðhæfði að sá fyrrnefndi hafi verið hermaður í mannvirkjadeild Hamas og hluti af sérstakri deild vígamanna sem kölluð er Nukhba en hún var ein framlínusveitanna í áhlaupi Hamas 7. október. Ísraelar birtu skjal, sem þeir sögðu á vegum hernaðararms Hamas, sem átti að sanna þessar staðhæfingar. Al Jazeera, vinnuveitandi Al Ghoul, hafnaði þessum ásökunum ótvírætt og benti á að samkvæmt upplýsingum úr skjalinu hefði Al Ghoul hlotið tign í herdeild Hamas árið 2007. Al Ghoul var fæddur árið 1997 og mun þá hafa verið tíu ára gamall þegar hann hlaut þessa tign. Samkvæmt sama skjali var hann svo sagður hafa gengið til liðs við hernaðararm Hamas talsvert seinna, eða árið 2014, þegar hann var sautján ára gamall. Þá benti Al Jazeera einnig á að í kjölfar áhlaups Ísraelshers á Al-Shifa-sjúkrahúsið í mars 2024 hafi Al Ghoul verið tekinn fastur, en svo skömmu seinna, látinn laus. Ísraelar svöruðu ekki fyrirspurnum bandarískra blaðamanna um hvers vegna þeir hefðu látið Al Ghoul lausan, væri hann skjalfestur skipuleggjandi hryðjuverka. Heil fjölskylda myrt Mikla athygli vakti þegar palestínsku blaðamennirnir Hamza Al Dahdouh og Mustafa Thuraya voru drepnir í loftárás í janúar 2024. Sá fyrrnefndi var sonur Wael Dahdouh sem hafði þá misst eiginkonu sína, annan son, dóttur og barnabarn í loftárás Ísraelshers. Hann hefur nú flúið Gasasvæðið eftir að hafa særst í þriðju loftárásinni. Átyllan fyrir dráp Ísraelshers á blaðamönnunum tveimur var að þeir hefðu verið að fljúga flygildi nálægt ísraelskum herdeildum sem af stafaði ógn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sem hafði myndefni af flygildinu undir höndum benti ekkert til þess að mennirnir hefðu tekið staka mynd af ísraelskum hermönnum eða búnaði né að nokkur ísraelsk herdeild væri í nágrenni þeirra. Þá leiddi rannsókn Washington Post einnig í ljóst að báðir fyrrnefndir blaðamenn höfðu farið í gegnum ísraelskan aðgangspóst á leið sinni suður til Rafah og að Dahdouh hefði áður fengið leyfi til að yfirgefa Gasaströndina. Nokkuð sem miðillinn bendir á að ólíklegt væri að Ísraelsher veitti þekktum vígamanni Hamas. Stóðst bakgrunnsskoðun bandarískra stjórnvalda og var svo skotinn til bana Yaser Murtaja, ljósmyndari hjá palestínska framleiðslufyrirtæki Ain Media, var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum árið 2018. Þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Liberman, staðhæfði í kjölfarið að hann hefði haft tign majórs í hernaðararmi Hamas til fleiri ára. Skrifstofa Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra tók undir þessar ásakanir en stjórnvöld færðu aldrei nokkur rök fyrir þessari staðhæfingu. Þá benti Washington Post einnig á að Yaser Murtaja hefði gengist undir bakgrunnsskoðun hjá bandarísku þróunaraðstoðarstofnuninni USAID þegar vinnuveitandi hans Ain Media hlaut styrk frá bandarísku ríkisstjórninni. Hamid Shihab var ökumaður sem starfaði fyrir fréttastofu Media 24 sem er palestínskur fjölmiðill með skrifstofur á Gasaströndinni. Hann lést árið 2014 í kjölfar ísraelskrar eldflaugaárásar sem sprengdi bíl hans í loft upp, bíl sem var merktur „TV.“ Ísraelski herinn hélt því fram að hann hefði flutt vopn í bílnum en færði aldrei nein rök fyrir því. Fleiri drepnir en alls staðar annars staðar í heiminum samanlagt Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Committee to Protect Journalists hafa rúmlega 190 blaðamenn verið drepnir af Ísraelum frá upphafi yfirstandandi stríðs í október 2023. Sú tala bætist við alla þá blaðamenn sem látið hafa lífið fyrir að greina heiminum frá hörmulegum átökum á svæðinu í fleiri áratugi. Fleiri hafa látist á Gasaströndinni frá upphafi þessara átaka en alls staðar annars staðar í heiminum þrjú árin áður samanlagt. Af þessum blaðamönnum voru 184 Palestínumenn. „Ef Ísrael getur drepið þekktasta blaðamenn Gasastrandarinnar, getur það drepið hvern sem er. Heimurinn þarf að sjá þessar banvænu árásir á blaðamenn á Gasa, og ritskoðun Ísraels á blaðamönnum í Ísrael og á Vesturbakkanum fyrir það sem hún er: markviss og kerfisbundin tilraun til að hylma yfir aðgerðir Ísraels,“ segir Sara Qudah, forstöðumaður Committee to Protect Journalists í Miðausturlöndum. „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum. Fjöldamorðunum verður að linna, segir hún. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Sunnudagskvöldið gerðu Ísraelar loftárás á tjaldbúðir blaðamanna við inngang hins margumfjallaða Al-Shifa-spítala í Gasaborg. Þar var heimsþekkti blaðamaðurinn Anas Al-Sharif ásamt blaðamönnunum Mohammed Qreiqa og Mohammad al-Khaldi og myndatökumönnunum Ibrahim Zaher, Moamen Aliwa og Mohammed Noufal. Þeir létust allir nær samstundis í sprengingunni sem tætti tjaldið í sundur. Sjá einnig: Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Fjórir þeirra, að al-Khaldi undanskildum, voru fréttaritarar á vegum katarska miðilsins Al Jazeera sem hefur fordæmt drápin harðlega og taka þvert fyrir brigslanir Ísraelshers um að Anas al-Sharif hafi verið vígamaður Hamas. Ísraelsher heldur því fram að al-Sharif hafi farið fyrir hryðjuverkasellu og stýrt eldflaugaárásum á ísraelsk þorp handan landamæramúrsins. Fyrir því hafa þeir engin sannreynd gögn og þeir hafa ekki réttlætt drápin á hinum blaðamönnunum sem fórust. Alþjóðalög kveða skýrt á um að fréttamenn séu almennir borgarar og því telst stríðsglæpur að gera þá að skotmörkum. Hins vegar hefur Ísraelsher augljóslega skotleyfi á einn foringja hryðjuverkaárásanna hryllilegu sem Hamas gerði 7. október 2023. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins nemur þátttaka Anas al-Sharif í voðaverkum þó ekki meiru en að hafa sinnt verkefnum fyrir fjölmiðlateymi Hamas, og það áður en yfirstandandi stríð hófst. Hlaut hertign tíu ára en gekk til liðs við herinn sautján ára Frá upphafi stríðsins í október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið á annað hundrað blaðamanna og þar af ýmsa sem hafðir voru vísvitandi að skotmörkum. Þrír af þeim síðarnefndu á grundvelli þess sem samtökin Committee to Protect Journalists segja „mótsagnakennd sönnunargögn.“ Áður en stríðið hófst birtu samtökin umfangsmikla umfjöllun um dráp Ísraelshers á blaðamönnum í Palestínu. Umfjöllunin bar heitið Banvænt mynstur og þar voru tíundaðar sögur blaðamanna sem drepnir voru, meðal annars á grundvelli ósannaðra ásakana um aðild að hryðjuverkum eða hryðjuverkasamtökum. Einn þeirra var sakaður um að hafa öðlast tign í hernaðararmi Hamas þegar hann var tíu ára gamall. Ismail Al Ghoul, fréttaritari Al Jazeera, var drepin ásamt tökumanni sínum Rami Al Refee í nágrenni Gasaborgar. Þeir voru myrtir í flygildisárás þann 31. júlí á síðasta ári. Ísraelsher staðhæfði að sá fyrrnefndi hafi verið hermaður í mannvirkjadeild Hamas og hluti af sérstakri deild vígamanna sem kölluð er Nukhba en hún var ein framlínusveitanna í áhlaupi Hamas 7. október. Ísraelar birtu skjal, sem þeir sögðu á vegum hernaðararms Hamas, sem átti að sanna þessar staðhæfingar. Al Jazeera, vinnuveitandi Al Ghoul, hafnaði þessum ásökunum ótvírætt og benti á að samkvæmt upplýsingum úr skjalinu hefði Al Ghoul hlotið tign í herdeild Hamas árið 2007. Al Ghoul var fæddur árið 1997 og mun þá hafa verið tíu ára gamall þegar hann hlaut þessa tign. Samkvæmt sama skjali var hann svo sagður hafa gengið til liðs við hernaðararm Hamas talsvert seinna, eða árið 2014, þegar hann var sautján ára gamall. Þá benti Al Jazeera einnig á að í kjölfar áhlaups Ísraelshers á Al-Shifa-sjúkrahúsið í mars 2024 hafi Al Ghoul verið tekinn fastur, en svo skömmu seinna, látinn laus. Ísraelar svöruðu ekki fyrirspurnum bandarískra blaðamanna um hvers vegna þeir hefðu látið Al Ghoul lausan, væri hann skjalfestur skipuleggjandi hryðjuverka. Heil fjölskylda myrt Mikla athygli vakti þegar palestínsku blaðamennirnir Hamza Al Dahdouh og Mustafa Thuraya voru drepnir í loftárás í janúar 2024. Sá fyrrnefndi var sonur Wael Dahdouh sem hafði þá misst eiginkonu sína, annan son, dóttur og barnabarn í loftárás Ísraelshers. Hann hefur nú flúið Gasasvæðið eftir að hafa særst í þriðju loftárásinni. Átyllan fyrir dráp Ísraelshers á blaðamönnunum tveimur var að þeir hefðu verið að fljúga flygildi nálægt ísraelskum herdeildum sem af stafaði ógn. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sem hafði myndefni af flygildinu undir höndum benti ekkert til þess að mennirnir hefðu tekið staka mynd af ísraelskum hermönnum eða búnaði né að nokkur ísraelsk herdeild væri í nágrenni þeirra. Þá leiddi rannsókn Washington Post einnig í ljóst að báðir fyrrnefndir blaðamenn höfðu farið í gegnum ísraelskan aðgangspóst á leið sinni suður til Rafah og að Dahdouh hefði áður fengið leyfi til að yfirgefa Gasaströndina. Nokkuð sem miðillinn bendir á að ólíklegt væri að Ísraelsher veitti þekktum vígamanni Hamas. Stóðst bakgrunnsskoðun bandarískra stjórnvalda og var svo skotinn til bana Yaser Murtaja, ljósmyndari hjá palestínska framleiðslufyrirtæki Ain Media, var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum árið 2018. Þáverandi varnarmálaráðherra Ísraels, Avigdor Liberman, staðhæfði í kjölfarið að hann hefði haft tign majórs í hernaðararmi Hamas til fleiri ára. Skrifstofa Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra tók undir þessar ásakanir en stjórnvöld færðu aldrei nokkur rök fyrir þessari staðhæfingu. Þá benti Washington Post einnig á að Yaser Murtaja hefði gengist undir bakgrunnsskoðun hjá bandarísku þróunaraðstoðarstofnuninni USAID þegar vinnuveitandi hans Ain Media hlaut styrk frá bandarísku ríkisstjórninni. Hamid Shihab var ökumaður sem starfaði fyrir fréttastofu Media 24 sem er palestínskur fjölmiðill með skrifstofur á Gasaströndinni. Hann lést árið 2014 í kjölfar ísraelskrar eldflaugaárásar sem sprengdi bíl hans í loft upp, bíl sem var merktur „TV.“ Ísraelski herinn hélt því fram að hann hefði flutt vopn í bílnum en færði aldrei nein rök fyrir því. Fleiri drepnir en alls staðar annars staðar í heiminum samanlagt Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Committee to Protect Journalists hafa rúmlega 190 blaðamenn verið drepnir af Ísraelum frá upphafi yfirstandandi stríðs í október 2023. Sú tala bætist við alla þá blaðamenn sem látið hafa lífið fyrir að greina heiminum frá hörmulegum átökum á svæðinu í fleiri áratugi. Fleiri hafa látist á Gasaströndinni frá upphafi þessara átaka en alls staðar annars staðar í heiminum þrjú árin áður samanlagt. Af þessum blaðamönnum voru 184 Palestínumenn. „Ef Ísrael getur drepið þekktasta blaðamenn Gasastrandarinnar, getur það drepið hvern sem er. Heimurinn þarf að sjá þessar banvænu árásir á blaðamenn á Gasa, og ritskoðun Ísraels á blaðamönnum í Ísrael og á Vesturbakkanum fyrir það sem hún er: markviss og kerfisbundin tilraun til að hylma yfir aðgerðir Ísraels,“ segir Sara Qudah, forstöðumaður Committee to Protect Journalists í Miðausturlöndum. „Að ráðast vísvitandi á blaðamenn er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum. Fjöldamorðunum verður að linna, segir hún.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira