Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Viktor Freyr Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira