„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2025 12:52 Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur. Vísir/Vilhelm Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Greint var frá því í gær að Trump og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ættu fund í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Trump tilgreindi ekki hvaða landsvæði kynnu að koma til skiptingar en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssja- og Khersonhéruðum. Líklegt að Úkraína þurfi að gefa eftir Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir áhyggjur Úkraínuforseta mjög skiljanlegar. „Í sjálfu sér þarf ekki að vera svo slæmt að koma viðræðum í gang. Það sem er verið að tala um núna er eitthvað sem hefur legið í loftinu lengi. Það er ósanngjarnt, en Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land til að fá frið,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur. Einhliða afvopnun Úkraínu sé ekki til umræðu, né heldur að Pútín fái að hafa nokkuð um það að segja hver ráði Úkraínu. „Og það er ekki einu sinni verið að taka fyrir það að Úkraína geti gengið í NATO einhvern daginn. Ég held að Úkraína geti lifað það af að missa eitthvað land, en hún getur auðvitað ekki lifað það af að missa allt landið. Sem betur fer virðist það ekki standa til.“ Ásættanlegt Ef Pútin sé reiðubúinn að stöðva stríðið með það land sem Rússar hafi þegar náð yfirráðum yfir, og jafnvel skila einhverju, væru það ásættanlegir friðarsamningar að mati Vals. „Niðurstaðan verður alltaf slæm fyrir Úkraínu en áframhaldandi stríð er slæmt líka. Alveg eins og Finnland eftir seinni heimsstyrjöld, sem missti 13 prósent lands síns. Úkraína gæti kannski misst eitthvað álíka. En þetta er náttúrulega land sem er búið að leggja í rúst í samfelldu stríði frá 2014.“ Standi Selenskí fastur á afstöðu sinni muni fundur Trumps og Pútín þó skila litlu. „Selenskí hefur nú samt gefið það út að hann vilji vopnahlé og það er aftur á móti Pútín sem hefur tekið fyrir slíkt nema að undangengnum svo ofboðslegum kröfum að enginn gæti gengist við því. Ég held, og ég vona, að Selenskí myndi samþykkja vopnahlé, sem er ekki það sama og formleg viðurkenning á því að þessi svæði séu hluti af Rússlandi um aldur og ævi.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Sjá meira
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. 9. ágúst 2025 07:58