Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Innlent 10.7.2025 20:09 Ábyrgðin er þeirra Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Skoðun 10.7.2025 19:03 Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Innlent 10.7.2025 18:19 Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. Innlent 10.7.2025 17:48 Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar „Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar. Innlent 10.7.2025 15:15 Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir ljóst að frumvarp hennar um hækkun veiðigjalda verði að lögum. Hún segir að ríkisstjórnin muni beita þeim úrræðum sem henni standa til boða til að keyra málið í gegn og útilokar ekki að svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga verði beitt. Innlent 10.7.2025 14:49 Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun. Innlent 10.7.2025 14:45 „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn. Innlent 10.7.2025 14:17 Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Skoðun 10.7.2025 13:02 „Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. Innlent 10.7.2025 13:01 „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Innlent 10.7.2025 12:22 „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Innlent 10.7.2025 12:09 Þykir leitt að hafa valdið uppnámi „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Innlent 10.7.2025 12:02 Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Innlent 10.7.2025 11:29 Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Innlent 10.7.2025 11:07 Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Innlent 10.7.2025 10:57 Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Innlent 10.7.2025 09:57 Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26 Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Skoðun 10.7.2025 08:00 Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Þingfundur hefst klukkan tíu og eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið margumrædda. Þingfundinum í gær lauk klukkan 23:40, eftir umræður um fjármálaáætlun og veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 10.7.2025 07:40 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Innlent 9.7.2025 17:47 Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Skoðun 9.7.2025 14:01 Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Skoðun 9.7.2025 13:31 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Innlent 9.7.2025 13:23 „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9.7.2025 11:45 Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 9.7.2025 11:01 „Orðaskiftismetið tikið“ Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“ Innlent 9.7.2025 10:27 Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09 Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8.7.2025 22:50 Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8.7.2025 12:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 37 ›
Hélt á lokuðu umslagi Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Innlent 10.7.2025 20:09
Ábyrgðin er þeirra Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Skoðun 10.7.2025 19:03
Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Innlent 10.7.2025 18:19
Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi sitja nú fund vegna þráteflisins sem myndast hefur í umræðu um veiðigjöldin á Alþingi. Mikill hiti hefur verið í þingmönnum í dag. Innlent 10.7.2025 17:48
Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar „Valkyrjur er algjört rangnefni,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í athyglisverðri athugasemd um það heiti sem valist hefur á konurnar þrjár sem leiða ríkisstjórn Íslands. Bendir Haraldur á að valkyrjur hafi í goðafræðinni það hlutverk að færa líkin af vígvellinum til Valhallar. Innlent 10.7.2025 15:15
Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir ljóst að frumvarp hennar um hækkun veiðigjalda verði að lögum. Hún segir að ríkisstjórnin muni beita þeim úrræðum sem henni standa til boða til að keyra málið í gegn og útilokar ekki að svokölluðu „kjarnorkuákvæði“ þingskaparlaga verði beitt. Innlent 10.7.2025 14:49
Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun. Innlent 10.7.2025 14:45
„Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn. Innlent 10.7.2025 14:17
Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Skoðun 10.7.2025 13:02
„Það er orrustan um Ísland“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. Innlent 10.7.2025 13:01
„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Innlent 10.7.2025 12:22
„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Innlent 10.7.2025 12:09
Þykir leitt að hafa valdið uppnámi „Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun. Innlent 10.7.2025 12:02
Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Starfsaldursforseti Alþingis segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand í þinginu og uppi er núna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafi kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi óvænt í gærkvöldi, sem sitjandi forseti þingsins. Innlent 10.7.2025 11:29
Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er. Innlent 10.7.2025 11:07
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Innlent 10.7.2025 10:57
Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Innlent 10.7.2025 09:57
Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Þjóðin skiptist í þrjá um það bil jafna hópa hvað varðar afstöðu til frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Marktækur munur er á viðhorfi íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Innlent 10.7.2025 08:26
Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Skoðun 10.7.2025 08:00
Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Þingfundur hefst klukkan tíu og eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið margumrædda. Þingfundinum í gær lauk klukkan 23:40, eftir umræður um fjármálaáætlun og veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 10.7.2025 07:40
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Innlent 9.7.2025 17:47
Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Skoðun 9.7.2025 14:01
Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Félag atvinnurekenda hefur skrifað Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir því að vegabætur á Þrengsla- og Þorlákshafnarvegi verði settar á samgönguáætlun. Tvö skipafélög, sem veita gömlu risunum Eimskipi og Samskipum samkeppni, reka nú áætlunarsiglingar til og frá Þorlákshöfn. Við bendum ráðherranum á að betri vegur til Þorlákshafnar væri mikilvæg samkeppnisaðgerð í framhaldi af tilmælum Samkeppniseftirlitsins til innviðaráðuneytisins og fleiri aðila um aðgerðir til að efla samkeppni í flutningum. Skoðun 9.7.2025 13:31
Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Innlent 9.7.2025 13:23
„Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9.7.2025 11:45
Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 9.7.2025 11:01
„Orðaskiftismetið tikið“ Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“ Innlent 9.7.2025 10:27
Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8.7.2025 22:50
Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8.7.2025 12:11