Íslenski boltinn

Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigurður Bjartur Hallsson kann vel við sig í Kaplakrika. 
Sigurður Bjartur Hallsson kann vel við sig í Kaplakrika.  vísir/Anton

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH en Víkingur svaraði jafnóðum og 2-2 jafntefli varð niðurstaðan í Kaplakrika í gær. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: FH - Víkingur 2-2

Sigurður Bjartur slapp í gegn og uppskar mark eftir hreinsun Ahmed Faqa upp völlinn og klaufalega varnartilburði Olivers Ekroth.

Víkingur svaraði hins vegar strax, tveimur mínútum eftir mark Sigurðar var vörn FH skringilega staðsett. Víkingar þustu upp vinstri kantinn og Nikolaj Hansen mætti á teiginn til að fylgja eftir skoti Óskars Borgþórssonar.

Sigurður Bjartur kom FH yfir öðru sinni á 69. mínútu eftir frábæran undirbúning Kjartans Kára Halldórssonar sem spændi upp vinstri kantinn og gaf fyrir. Boltinn barst til Sigurðar sem setti boltann inn af markteig.

En öðru sinni jafnaði Víkingur strax, Sveinn Gísli Þorkelsson kom boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu.

Niðurstaðan 2-2 jafntefli og bæði lið fóru ósátt heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×