Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 09:58 Frá Sochi í nótt og í morgun. Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira
Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Sjá meira