Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 09:58 Frá Sochi í nótt og í morgun. Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Ríkisstjóri Krasnodar, þar sem Sochi er, sagði á samfélagsmiðlum að eldurinn hefði kviknað eftir að brak úr dróna féll til jarðar. Það segja rússneskir ráðamenn ítrekað eftir árásir Úkraínumanna en myndband af vettvangi sýnir þegar drónum var flogið á olíugeymsluna. Óljóst er hve margir drónar hæfðu olíugeymsluna en myndbönd gefa til kynna að þeir hafi verið nokkrir. Rússar segjast samkvæmt frétt BBC hafa skotið niður 93 dróna frá Úkraínu í nótt. Fjórir eru sagðir hafa særst í árásum næturinnar í Rússlandi. Burning Russian oil depot in Adler after a drone attack https://t.co/wEL2KcBFef pic.twitter.com/ivHB5G6PeW— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) August 3, 2025 Úkraínumenn gerðu einnig árásir með drónum í Rússlandi í fyrrinótt. Þær eru meðal annars sagðar hafa beinst að drónaframleiðslu í Rússlandi, gasleiðslu og flugvelli. Þrír á sjúkrahús eftir eldflaugaárás Rússar gerðu einnig árásir í Úkraínu í nótt og skutu meðal annars eldflaug að Míkólaív í sunnanverðri Úkraínu. Ráðamenn þar segja eldflaugina hafa hæft íbúðarhús. Þrír voru fluttir á sjúkrahús. Úkraínumenn segja Rússa hafa beitt 76 drónum og sjö eldflaugum í nótt. Að minnsta kosti einni eldflaug var beint að Kænugarði. Sextíu drónar voru skotnir niður, samkvæmt Úkraínumönnum, og ein eldflaug. Sextán drónar og sex eldflaugar fundu skotmörk sín á átta mismunandi stöðum í Úkraínu. Fyrr í vikunni gerðu Rússar eina banvænustu árásina hingað til á Kænugarð. Að minnsta kost 31 féll í árásinni, þar á meðal fimm börn, og rúmlega 150 særðust.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira