Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 09:33 Oliver Ekroth reynir að ræða við Helga Mikael Jónasson sem hefur dæmt aukaspyrnu fyrir framan teiginn. Ekroth var síðan alveg sofandi í varnarveggnum. Sýn Sport Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira