Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 08:20 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra er fyrir miðju. EPA/Abir Sultan Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira