Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2025 08:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann