Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Trump og Musk hafa eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira