„Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Hinrik Wöhler skrifar 6. júlí 2025 18:53 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór tómhentur heim úr Laugardalnum. Vísir/Ernir Eyjólfsson Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var vonsvikinn að hafa fengið ekki neitt út úr leiknum á móti KA í dag. KR laut í lægra haldi á móti KA á Avis-vellinum í Laugardal. „Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að hafa spilað þennan leik í 90 mínútur og ganga út af vellinum með núll stig og með ekki neitt fyrir erfiðið. Svona er þessi leikur okkar, hann er grimmur. Við erum greinilega ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá,“ sagði Óskar Hrafn skömmu eftir leik. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA áður en Aron Sigurðarson klóraði í bakkann fyrir KR. KR-ingar komust ekki nær og endaði leikurinn 2-1. „Mér finnst andstæðingurinn fá mikið fyrir lítið og það er verkefni að girða fyrir það. Að liðið geti ekki legið í skotgröfunum, bombað honum fram og vonað það besta og fengið eitthvað upp úr því. Það er grátlegt og óásættanlegt.“ Óskar Hrafn segir að það var erfitt að finna glufur á sterkri vörn KA en ýmis atriði þurfa að ganga upp til þess að hægt sé að sækja sigur á móti slíku liði. „Það er ekkert grín að opna þessar varnir þegar menn leggjast svona lágt. Þú þarft mikil gæði, hlaup og sendingar þurfa að fara saman. Þú þarft að geta unnið stöðuna einn á móti einum og þá má ekkert klikka. Stundum gengur það upp, stundum gengur það frábærlega. Þetta er flókið og en það er verkefnið.“ „Okkar helsta verkefni er að leyfa ekki liðum sem liggja svona lágt að komast upp völlinn. Að loka betur á þá þegar við töpum boltanum og ná meiri hreyfanleika á síðasta þriðjung,“ bætir Óskar Hrafn við. Aron Sigurðarson minnkaði muninn fyrir KR en það dugði ekki til.Vísir/Ernir Eyjólfsson Leikstíll KR er krefjandi verkefni Í flestum leikjum KR í sumar hefur verið nóg af mörkum en þrátt fyrir leiftrandi sóknarleik á köflum er liðið tveimur stigum frá fallsæti. Óskar Hrafn talar um að sé leikstíll KR-inga sé krefjandi og það taki tíma fyrir leikmenn að læra. „Við þurfum að sýna þolinmæði, þetta er erfið tegund af knattspyrnu, að ætla sér að stjórna fótboltaleikjum. Að gefa svæði á bak við sig, þetta er krefjandi fyrir menn sem eru að koma inn og eru kannski ekki í miklu leikformi. Ekki það, Gyrðir [Hrafn Guðbrandsson] kom inn og var framúrskarandi góður. Þetta er krefjandi, þetta er verkefni og tekur tíma,“ sagði þjálfarinn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn