Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 20:23 Frumvarpið felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á efstu tekjuþrepin og umfangsmeiri skerðingu á heilbrigðisþjónustu og velferð. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Mikið hefur gustað um frumvarpið sem almennt gengur undir nafninu „stóra, fallega frumvarpið“ og hefur gert frá upphafi. Það er afar umfangsmikið en lýtur í meginatriðum að ráðstöfunum ríkisfjár. Skorið verður því samkvæmt vreulega niður í velferðarmálum og skattar lækkaðir verulega. Sérfræðingar bæði háðir og óháðir segja einnig að frumvarpið komi til með að lækka skatta efstu tekjuþrepanna um umtalsvert meira en þeirra neðstu. Þar að auki er það sagt að það geti aukið halla Bandaríkjanna um hátt í 3,3 þúsund milljarða dala. Tveir repúblikanar sviku lit Frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214. Allir þingmenn demókrata greiddu atkvæði gegn því ásamt tveimur þingmönnum repúblikana. Blikur voru á lofti eftir að fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn síðustu drögum frumvarpsins áður en það var sent til öldungadeildarinnar en á Bandaríkjaþingi eru tvær málstofur. Svo virðist sem Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi tekist að smala flokknum en hefðu þessir áðurnefndu þingmenn aftur greitt atkvæði gegn frumvarpinu hefði það verið fellt. Í frumvarpinu eru einnig faldar skerðingar á heilbrigðistryggingum hins opinbera sem nema um þúsund milljón dölum, skerðingar á matarveitingum til fátækra og mikil aukning á fjárveitingum til Bandaríkjahers og landamæravörslu. Tveir repúblikanar sviku lit og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.AP/Rod Lamkey Jr. Það að frumvarpið hafi náð fram að ganga segir blaðamaður New York Times mikinn sigur fyrir repúblikana. Næsta skref er að Donald Trump Bandaríkjaforseti innleiði lögin formlega með undirskrift sinni en það mun hann væntanlega gera við fyrsta tækifæri. Hann hafði lofað að frumvarpið yrði að lögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem er á morgun. Sjá einnig: Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið „Ef þú ert hlynntur traustum landamærum, öruggari samfélögum og sterkum her er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur ábyrgum efnahagsmálum og því að minnka halla ríkissjóðs er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur lægri og sanngjarnari sköttur, stærri launaseðlum, viðráðanlegra bensín- og matvöruverði og því að borin verði aftur virðing fyrir heiðarlegri vinnu, þá er þetta frumvarp fyrir þig,“ sagði Mike Johnson forseti fulltrúadeildarinnar í ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðsluna. „Allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu“ í þágu skattalækkanna á hina ríku Samkvæmt umfjöllun Times nýtur frumvarpið ekki mikils stuðnings meðal almennings í Bandaríkjunum. Fulltrúar demókrata segja það skera niður nauðsynlega aðstoð við hina fátækustu til að greiða undir skattalækkanir á hina ríku. Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata flutti eldræðu fyrir þingið fyrir atkvæðagreiðsluna sem varði átta og hálfa klukkustund. Hann sagði frumvarpið „viðurstyggilegan óskapnað.“ Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata stóð í pontu í átta og hálfa klukkustund í dag og andmælti frumvarpinu.AP/Mariam Zuhaib „Þetta frumvarp er allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu við borgara Bandaríkjanna, harðduglega bandaríska skattgreiðendur. Þetta er fólkið sem við eigum að berjast fyrir, að lyfta upp. En í staðinn verða þau fórnarlömb þessa frumvarps,“ sagði hann meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21 „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Mikið hefur gustað um frumvarpið sem almennt gengur undir nafninu „stóra, fallega frumvarpið“ og hefur gert frá upphafi. Það er afar umfangsmikið en lýtur í meginatriðum að ráðstöfunum ríkisfjár. Skorið verður því samkvæmt vreulega niður í velferðarmálum og skattar lækkaðir verulega. Sérfræðingar bæði háðir og óháðir segja einnig að frumvarpið komi til með að lækka skatta efstu tekjuþrepanna um umtalsvert meira en þeirra neðstu. Þar að auki er það sagt að það geti aukið halla Bandaríkjanna um hátt í 3,3 þúsund milljarða dala. Tveir repúblikanar sviku lit Frumvarpið var samþykkt með 218 atkvæðum gegn 214. Allir þingmenn demókrata greiddu atkvæði gegn því ásamt tveimur þingmönnum repúblikana. Blikur voru á lofti eftir að fimm repúblikanar greiddu atkvæði gegn síðustu drögum frumvarpsins áður en það var sent til öldungadeildarinnar en á Bandaríkjaþingi eru tvær málstofur. Svo virðist sem Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafi tekist að smala flokknum en hefðu þessir áðurnefndu þingmenn aftur greitt atkvæði gegn frumvarpinu hefði það verið fellt. Í frumvarpinu eru einnig faldar skerðingar á heilbrigðistryggingum hins opinbera sem nema um þúsund milljón dölum, skerðingar á matarveitingum til fátækra og mikil aukning á fjárveitingum til Bandaríkjahers og landamæravörslu. Tveir repúblikanar sviku lit og greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.AP/Rod Lamkey Jr. Það að frumvarpið hafi náð fram að ganga segir blaðamaður New York Times mikinn sigur fyrir repúblikana. Næsta skref er að Donald Trump Bandaríkjaforseti innleiði lögin formlega með undirskrift sinni en það mun hann væntanlega gera við fyrsta tækifæri. Hann hafði lofað að frumvarpið yrði að lögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna sem er á morgun. Sjá einnig: Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið „Ef þú ert hlynntur traustum landamærum, öruggari samfélögum og sterkum her er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur ábyrgum efnahagsmálum og því að minnka halla ríkissjóðs er þetta frumvarp eitthvað fyrir þig. Ef þú ert hlynntur lægri og sanngjarnari sköttur, stærri launaseðlum, viðráðanlegra bensín- og matvöruverði og því að borin verði aftur virðing fyrir heiðarlegri vinnu, þá er þetta frumvarp fyrir þig,“ sagði Mike Johnson forseti fulltrúadeildarinnar í ræðu sinni fyrir atkvæðagreiðsluna. „Allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu“ í þágu skattalækkanna á hina ríku Samkvæmt umfjöllun Times nýtur frumvarpið ekki mikils stuðnings meðal almennings í Bandaríkjunum. Fulltrúar demókrata segja það skera niður nauðsynlega aðstoð við hina fátækustu til að greiða undir skattalækkanir á hina ríku. Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata flutti eldræðu fyrir þingið fyrir atkvæðagreiðsluna sem varði átta og hálfa klukkustund. Hann sagði frumvarpið „viðurstyggilegan óskapnað.“ Hakeem Jeffries þingflokksformaður demókrata stóð í pontu í átta og hálfa klukkustund í dag og andmælti frumvarpinu.AP/Mariam Zuhaib „Þetta frumvarp er allsherjarárás á heilbrigðisþjónustu við borgara Bandaríkjanna, harðduglega bandaríska skattgreiðendur. Þetta er fólkið sem við eigum að berjast fyrir, að lyfta upp. En í staðinn verða þau fórnarlömb þessa frumvarps,“ sagði hann meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21 „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. 3. júlí 2025 07:21
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. 1. júlí 2025 18:51
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50