„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Agnar Már Másson skrifar 2. júlí 2025 16:55 Bryndís Haraldsdóttir hefur verið mjög virk í umræðum um veiðigjöldin. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. „Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira