Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 10:28 Lia Thomas árið 2022. Við hlið hennar stendur sundkonan Riley Gaines, sem hefur barist gegn þátttöku trans kvenna í íþróttum á grundvelli aflsmunar. Getty/Icon Sportwire/Rich von Biberstein Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt. Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Samkomulagið tengist niðurstöðum rannsóknar menntamálráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að háskólinn hefði brotið gegn lögum um jafnræði kynjanna þegar trans konunni Liu Thomas var heimilað að synda í keppnum fyrir hönd skólans. J. Larry Jameson, forseti Penn, ítrekaði í yfirlýsingu að háskólinn hefði verið í fullum rétti miðað við það hvernig lögin voru túlkuð á sínum tíma. Sú túlkun hefur breyst eftir að Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta en nú virðast stjórnvöld leggja meiri áherslu á að jafna hlut kvenna gagnvart trans konum en að jafna hlut þeirra gagnvart körlum. Hugtökin „kona“ og „karl“ eru ennfremur skilgreint þröngt, út frá líffræðilegu kyni við fæðingu. Menntamálaráðherrann Linda McMahon sagði í yfirlýsingu að samkomulagið væri „mikill sigur fyrir konur og stúlkur, ekki bara við Pennsylvaníu-háskóla heldur á landsvísu“. Hrósaði hún skólastjórnendum fyrir að „leiðrétta“ gamlar syndir gegn konum og stúlkum. Þess ber að geta að stjórnvöld greindu frá því í mars að skólinn yrði sviptur 175 milljón dala fjárframlagi til rannsókna. Ekki hefur verið greint frá því hvort framlagið verður greitt í kjölfar samkomulagsins. Það vakti gríðarmikla athygli og bæði fögnuð og fordæmingu þegar Thomas vann National Collegiate Athletic Association titil í kvennaflokki árið 2022, eftir að hafa áður keppt með karlaliði skólans. Athygli vekur að búið er að taka út þrjú met sem Thomas setti í kvennaflokki á heimasíðu Penn en greint er frá þeim í neðanmálsgrein, samkvæmt New York Times. Fréttastofa gat ekki komist inn á umrædda síðu þegar það var reynt.
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira