Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júní 2025 20:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Haag í dag, þar sem leiðtogafundur NATO fer fram. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið. Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Frá þessu greindi Trump við blaðamenn í dag. Hann impraði þó á því að hann teldi „ekkert of nauðsynlegt“ að ná slíku samkomulagi. „Við ætlum að funda með þeim í næstu viku, með Íran. Mögulega skrifum við undir samning, ég veit það ekki. Fyrir mér er þetta ekkert stórmál. Þeir ráku sitt stríð, börðust, og nú eru þeir snúnir aftur í sinn heim. Það gildir mig einu hvort við komumst að samkomulagi eða ekki,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Haag í dag, en CNN greinir frá. Hann sagði að ríkisstjórnin gerði sömu kröfur og hún sóttist eftir áður en spennan stigmagnaðist í Mið-Austurlöndum fyrr í mánuðinum. Samningur væri samt sem áður óþarfi þar sem kjarnorkuáætlun Írana væri hvort sem er eyðilögð eftir árásir Bandaríkjahers um helgina. Telur allt saman eyðilagt Trump gaf lítið fyrir skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kom að árásirnar hafi aðeins seinkað kjarnorkuvopnaáætlunum Írana um nokkra mánuði, en ekki gert út um þær eins og hann og fleiri hafa fullyrt. Aftur á móti væru öll skotmörk aðgerðarinnar gjöreyðilögð. „Við viljum ekki kjarnorku, en við eyðilögðum kjarnorkuna. Með öðrum orðum er hún gereyðilögð,“ sagði hann við blaðamenn í dag. Vopnahlé milli Írana og Ísraela sem tók gildi í gær virðist enn vera í gildi. Bæði ríki sökuðu hvort annað um brot á vopnahléssamningum skömmu eftir að vopnahlé tók gildi í gær. Brotin reittu Trump til reiði, sem ámælti báðar hliðar. Síðan þá virðast bæði ríkin hafa virt vopnahléið.
Donald Trump Bandaríkin Íran Ísrael Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Íranir neita að hafa skotið eldflaugum Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur. 24. júní 2025 07:45