Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:55 Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO, (t.h.) með Bandaríkjaforseta í öndvegi við upphaf leiðtogafundar NATO í Haag í dag. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta. NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta.
NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54