Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:15 Pedro Sánchez segir kröfuna ósanngjarna og hafa þveröfug áhrif. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum.
Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira