„Þetta var leikur smáatriða“ Hinrik Wöhler skrifar 19. júní 2025 23:05 Þjálfarar Aftureldingar, Enes Cogic og Magnús Már Einarsson, ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. „Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum. Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum.
Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira