Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 13:52 Mikil leit var gerð að Vance Luther Boelter (t.h.) eftir að hann skaut tvo ríkisþingmenn demókrata í Minnesota um helgina. Annar þeirra og maki hans létu lífið. AP Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira