„Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 15. júní 2025 21:29 Jón Þór í leik dagsins. Vísir/Diego „Svekktur, mjög svekkjandi tap. Svekkjandi niðurstaða,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir að hans menn töpuðu 4-1 fyrir Aftureldingu í botnslag Bestu deildar karla í fótbolta. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðu sinni hjá liðinu. „Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
„Það er fullt af vendipunktum í þessum leik. Lengi framan af fannst mér meira jákvætt en neikvætt, í fyrri hálfleik og framan af seinni hálfleiknum. Okkur tókst ekki að nýta færin okkar og koma okkur í betri stöðu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Áður en þeir jafna eigum við að vera komnir í stærri forystu. Annað er að mér finnst Axel Óskar (Andrésson) komast upp með tvö ljót brot á gulu spjaldi í seinni hálfleik, í stöðunni 1-1. Síðan á endanum var annað liðið sem nýtti færin sín, það var Afturelding og fóru þar af leiðandi með sigur af hólmi.“ ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu í kvöld en hefur fram til þessa á leiktíðinni spilað með fimm til baka. Breyting til hins betra eða verra? „Eins og ég sagði, lengi framan af leik var fleira jákvætt heldur en neikvætt. Komum okkur trekk í trekk í stöður til að koma okkur í góða stöðu í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Bæði hefðum við getað nýtt færin okkar betur og mér fannst oft á tíðum þegar við erum að koma okkur í stöðu ofarlega á vellinum vantaði betri síðustu sendingu til að gera sér betri mat úr þeim stöðum til að skapa fleiri færi.“ Skagamenn eru neðstir með 9 stig að loknum 11 umferðum. Hversu áhyggjufullur er Jón Þór? „Staðan er ekki góð, það er klárt.“ „Að sjálfsögðu. Á meðan við komum okkur ekki í betri stöðu í töflunni þá hefur maður áhyggjur af því. En ég hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því,“ sagði Jón Þór um áhyggjur af sinni stöðu. „Það er alveg klárt að við þurfum að ná aðeins að endurstilla okkur og hrista af okkur, við erum alltof þungir í herðunum og það þarf alltof lítið að gerast til að liðið brotni eins og í restina. Þetta er aldrei 3-1/4-1 leikur en trekk í trekk finnum við okkur í þeirri stöðu og eigum viku eftir viku möguleika til að koma okkur í betri mál í deildinni en meðan við nýtum það ekki þá hefur maður áhyggjur af mörgum hlutum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira