Bíða eftir gúmmíi og spila á Þórsvelli eins og stelpurnar Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 18:02 Hásteinsvöllur hefur alltaf verið lagður grasi, eins og á þessari mynd, en núna er komið gervigras sem á vantar gúmmíkurl. ÍBV Eyjamenn neyðast til að spila heimaleiki sína áfram á Þórsvelli um sinn þó að búið sé að leggja gervigras á Hásteinsvöll, því beðið er eftir sendingu af gúmmíkurli á nýja völlinn. Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Þetta staðfestir Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Fótbolta.net í dag. Bæði karla- og kvennalið ÍBV hafa byrjað fótboltasumarið á grasinu á Þórsvelli og reyndar vegnað þar býsna vel. Vonir stóðu þó til þess að Hásteinsvöllur yrði klár fyrir síðustu mánaðamót, svo að til að mynda yrði hægt að nýta hann á stóru krakkamótunum. Hins vegar er ekki hægt að spila á honum á TM-mótinu sem hófst í morgun. Stelpurnar á TM-mótinu munu aftur á móti spila á Þórsvelli á mótinu, líkt og karlalið ÍBV gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á sunnudag, og viðurkennir Magnús að menn hafi óttast að álagið á vellinum yrði of mikið: „Já, en miðað við hvernig spáin er þá hef ég minni áhyggjur af því í dag heldur en ég hafði í síðustu viku. Við höfðum sannarlega áhyggjur, en það er flottur dagur í dag og verður á morgun líka. Við erum að reyna spila sem minnst á Þórsvelli,“ segir Magnús við Fótbolta.net. Blæs á samsæriskenningar Samkvæmt frétt miðilsins er nú vonast til þess að gúmmíkurlið verið komið til Eyja og á hinn nýja Hásteinsvöll eftir viku. Það þýðir þó að auk leiksins við Breiðablik á sunnudag munu Eyjamenn spila bikarleikinn við Val á Þórsvelli næsta fimmtudag. Fyrsti leikur ÍBV á Hásteinsvelli í sumar gæti því orðið mánudaginn 23. júní í nýliðaslagnum við Aftureldingu í Bestu deild karla. Degi síðar eiga Eyjakonur svo heimaleik við Fylki í Lengjudeild kvenna. Karlalið ÍBV hefur fengið sjö stig af tólf mögulegum á Þórsvelli í sumar auk þess að vinna þar bikarsigur gegn Víkingum. Kvennalið ÍBV hefur svo náð í sjö stig af níu mögulegum á Þórsvelli og unnið þar bikarsigra gegn Gróttu og Völsungi. Það er því óhætt að segja að uppskeran hafi verið góð hjá ÍBV á Þórsvelli en Magnús blæs á allar samsæriskenningar um að reynt sé að fresta því að liðin færi sig yfir á gervigrasið á Hásteinsvelli, bara vegna þess hve vel gangi á Þórsvelli: „Ég er heiðarlegur með að það hefur ekkert með þetta að gera, upphaflega planið var að völlurinn átti að vera klár í maí,“ segir Magnús og ítrekar að málið hafi sett ÍBV í mikinn vanda því öll plön hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að nýta Hásteinsvöll í júní.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira