Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2025 10:32 Flugmóðurskipið Shandong undan ströndm Taívan á mánudaginn. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Báðum flugmóðurskipum Kína hefur verið siglt um Kyrrahafið undanfarna daga og er það í fyrsta sinn sem skipin eru notuð þar saman. Ráðamenn í Japan hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Kyrrahafinu og víðar. Svipaða sögu er að segja frá Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína. Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Flugmóðurskipin tvö heita Liaoning og Shandong og var þeim báðum siglt að Iwo Jima, sem er um 1.200 kílómetra suður af Japan. Varnarmálaráðuneyti Japan sagði einnig að Liaoning hefði verið siglt inn í efnahagslögsögu Japan en þó ekki inn í lögsögu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talsmenn varnarmálaráðuneytis Kína segja að um hefðbundnar æfingar sé að ræða. Verið sé að kanna getu flotans fjarri meginlandinu og segja þeir siglingarnar í takt við alþjóðalög. Kínverjar hafa gengist umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á undanförnum árum. Í september gerðist það í fyrsta sinn að öll þrjú flugmóðurskip ríkisins voru á sjó í fyrsta sinn en rúm tólf ár eru síðan fyrsta flugmóðurskipið var tekið í notkun árið 2012. Liaoning var upprunalega frá Úkraínu en var keypt með af kínverskum körfuboltamanni, með því yfirlýsta markmiði að breyta því í spilavíti. Hins vegar átti alltaf að nota skipið í hernaði og var Shandong, sem tekið var í notkun 2019, síðan smíðað eftir teikningum Liaoning. Þriðja flugmóðurskip Kína, Fujian, er líkara þeim sem þekkjast á Vesturlöndum og var það sjósett árið 2022. Sjóher Kína er sá stærsti, þegar litið er til fjölda herskipa, en Kínverjar eiga eingöngu þrjú flugmóðurskip. Bandaríkjamenn eiga ellefu. Sjá einnig: Með þrjú flugmóðurskip á sjó í fyrsta sinn Japanar hafa kvartað yfir því að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið óþægilega nærri japanskri eftirlitsvél sem notuð var til að vakta kínverska flotann. Þotunni mun hafa verið flogið innan um 45 metra frá P-3C eftirlitsvélinni. Japanar segja að kínverskri J-15 orrustuþotu hafi verið flogið innan við 45 metra að japanskri eftirlitsvél.AP/Varnarmálaráðuneyti Japan Mikil hernaðaruppbygging Hernaðaruppbygging Kína hefur vakið áhyggjur í Japan, Taívan, Bandaríkjunum og víðar. Eins og áður segir gera Kínverjar tilkall til Taívan og þá hafa þeir einnig gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Ráðamenn í Kína hafa einnig heitið því að sameina Kína og Taívan og gera það með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi Jinping, forseti Kína. Hann er sagður hafa gert það að markmiði sínu að ná völdum á Taívan og hefur hann sagt að það markmið megi ekki enda á höndum komandi kynslóða. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Undanfarin ár hafa Kínverjar beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi með því markmiði að grafa undan vörnum ríkisins. Herafli Kína hefur sömuleiðis gengist mikla nútímavæðingu og uppbyggingu en Xi er sagður hafa skipað forsvarsmönnum hersins að vera tilbúnir fyrir mögulega innrás í Taívan árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Þegar kemur að sjóher Kína er markmið ráðamanna þar að koma upp sjóher sem getur starfað víða um heim og langt frá Kína. Á undanförnum árum hafa Japanar farið í eigin hernaðaruppbyggingu með sérstakri áherslu á langdrægar stýriflaugar með því markmiði að geta spornað gegn Kína.
Kína Japan Taívan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira