ÍR og Njarðvík áfram taplaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 21:21 Njarðvíkingar eru að gera flotta hluti. mynd/facebooksíða Njarðvíkur Nokkuð var um áhugaverð úrslit í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Fylkir bjargaði stigi undir lok leiks í Keflavík en það stefndi í að liðið yrði í fallsæti að leikjum kvöldsins loknum. ÍR og Njarðvík eru enn taplaus og Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu. Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Keflavík komst snemma leiks yfir þökk sé marki Muhamed Alghoul beint úr aukaspyrnu. Það þurfti að bíða lengi eftir næsta marki leiksin sen það skoraði Theodór Ingi Óskarsson þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Mörkin urðu ekki fleiri og Keflavík er nú með 10 stig í 5. sæti að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Fylkir með sex stig eftir sjö leiki og er ekki í fallsæti þökk sé betri markatölu en Selfoss. Leiknir Reykjavík vann annan leikinn í röð þegar liðið fékk Völsung í heimsókn. Rafnar Máni Gunnarsson kom gestunum frá Húsavík yfir en Shkelzen Veseli jafnaði metin áður en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvennu og tryggði Leikni 3-1 sigur. Breiðhyltingar eru nú með sjö stig í 9. sæti, tveimur minna en Völsungur sem situr sæti ofar. Á Selfossi voru Fjölnismenn í heimsókn en bæði lið eru í harðri fallbaráttu. Fór það svo að heimamenn unnu 2-0 sigur, Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson með mörkin. Þá fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Selfoss er nú í 11. sæti með sex stig á meðan Fjölnir er án sigurs í botnsætinu með þrjú stig. Á Akureyri gerðu Þórsarar 1-1 jafntefli við topplið ÍR. Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Arnór Sölvi Harðarson kom gestunum úr Breiðholti yfir en tveimur mínútum síðar var Marc Mcausland rekinn af velli og gestirnir manni færri. Clement Bayiha jafnaði metin í síðari hálfleik en fjórum mínútum eftir það var Orri Sigurjónsson rekinn af velli og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn inn á vellinum. ÍR-ingar eru áfram á toppi deildarinnar með 15 stig að loknum sjö leikjum. Þór Akureyri er á sama tíma í 4. sæti með 11 stig. ÍR og Njarðvík eru einu taplausu lið deildarinnar. Síðarnefnda liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Laugardalinn, lauk leiknum með 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Njarðvík hefur ekki enn tapað leik.UMFN Knattspyrna Liam Daði Jeffs kom Þrótti yfir en Oumar Diouck jafnaði metin. Kári Kristjánsson kom Þrótti aftur yfir en Tómas Bjarki Jónsson jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Þróttur í 5. sæti með 11 stig og Njarðvík í 2. sæti með 13 stig. Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Tengdar fréttir Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Endurkomusigur hjá Grindavík þrátt fyrir rautt spjald Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn. 9. júní 2025 16:02