Ísraelsmenn undirbúi árás á skútuna með Gretu Thunberg um borð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 13:19 Hópurinn hafði stefnt að því að ná Gasaströndinni á morgun. AP/Salvatore Cavalli Varnarmálaráðherra Ísraels segist hafa skipað ísraelska hernum að hindra skútu með hjálpargögn fyrir Palestínumenn komist að ströndum Gasa. Aðgerðarsinninn ungi Greta Thunberg er meðal þeirra sem eru um borð. Hópurinn segir Ísraelsmenn undirbúa árás á skútuna. Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg sigldi af stað frá hafnarborginni Kataníu á Sikiley til Gasa við tólfta mann. Hópurinn hugðist mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til hinnar hungursorfnu Gasastrandar. Með Gretu í för er meðal annars Liam Cunningham sem fór með hlutverk sinjórs Davos Seaworth í Krúnuleikunum og franskur þingmaður Evrópuþingsins. Hungur sverfur að Gasabúum Hópurinn hóf för sína frá Sikiley að kvöldi síðasta sunnudags og til stóð að hann næði Botnalöndum á morgun. Mikil hungursneyð sverfur að íbúum Gasastrandarinnar enda hefur Ísraelsher unnið markvisst gegn því að mannúðaraðstoð berist þangað undanfarna mánuði. Ísraelsmenn hyggjast leggja Gasaströndina endanlega undir sig á næstu mánuðum. Skútan Madleen hefur hægt og bítandi nálgast Palestínu undanfarna daga en hægt er að fylgjast með ferðum hennar í rauntíma með því að smella hér. Hins vegar er líklegt að Ísraelsmenn hafi beitt truflunarbúnaði á staðsetningarbúnað aðgerðarsinnanna enda eru þau samkvæmt búnaðinum stödd á alþjóðaflugvellinum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sem er um rúmum hundrað kílómetrum frá ströndum Palestínu og því harla ólíklegt að þeim hafi tekist að sigla þangað. „Ég hef skipað ísraelska hernum að bregðast við og sjá til þess að Madleen nái ekki til Gasa. Við gyðingahatarann Gretu og félaga hennar, segi ég skýrt: Snúið við því þið munuð ekki ná Gasa,“ er haft eftir Israel Katz varnarmálaráðherra í yfirlýsingu en Times of Israel greinir frá. „Ísraelsríki mun ekki leyfa neinum að rjúfa herkvína á Gasa. Aðaltilgangur hennar er að hindra vopnagjafir til Hamas, morðóðra hryðjuverkasamtaka sem eru með gísla í haldi og fremur stríðsglæpi,“ segir hann jafnframt. Ísraelsmenn undirbúi árás Brasilíski aðgerðarsinninn Thiago Ávila sem er um borð í Madleen birti færslu fyrr í dag þar sem hann segir skútuna vera um 162 sjómílum frá ströndum Gasa. „Við vitum hvað það þýðir þegar þeir fara að trufla fjarskiptabúnaðinn okkar. Það þýðir að þeir eru að undirbúa sig undir viðbragð eða árás,“ segir hann í myndbandi sem hann birti af þilfari skútunnar í dag. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Við höfum öll heyrt í ísraelskum miðlum að S13-sveit ísraelsku leyniþjónustunnar sveitarinnar væri á leiðinni. Þeir eru að undirbúa stríðsglæp og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Thiago.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira