Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:24 Skjáskot úr myndbandi sem úkraínsk yfirvöld birtu í morgun af sprengingum undir brúnni. Úkraínska varnarmálaráðuneytið Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira