„Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni“ Kári Mímisson skrifar 2. júní 2025 22:31 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í þriðja sinn á aðeins níu dögum. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum kátur eftir góðan sigur hans manna gegn Fram nú í kvöld. Eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik tókst Val að skora tvö mörk gegn einu í seinni hálfleik eftir að hafa nýtt sér slæm mistök í vörn Fram í bæði skiptin. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur. Við vildum halda áfram þessari stefnu sem við höfum verið á undanfarnar vikur, halda áfram að vinna leiki og safna stigum. Deildin er rosalega jöfn og hvert einasta stig skiptir rosalegu máli og hvað þá sigur. Ég er mjög ánægður með strákana í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic. Sóknarleikur Vals var ekki mjög beinskeyttur í dag en Túfa segist þó ekki hafa miklar áhyggjur af því enda voru aðstæður fremur krefjandi á Hlíðarenda. Mikið rok var á vellinu og áttu bæði lið í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í dag. Okkar þriðji leikur á einni viku „Þetta voru frekar erfiðar aðstæður hér í dag á Hlíðarenda. Mikið rok og svolítið erfitt að ná einhverju flæði á boltann, það sást hjá báðum liðum. Við reyndum mikið að spila boltanum og komast í gegnum pressuna þeirra á móti vindi en eins og ég segi þá vantaði okkur aðeins betra veður til þess að fá betra flæði í leik okkar og allt annað sem fylgir leikstíl okkar. Þetta er annars okkar þriðji leikur á einni viku og við erum búnir að ákveða það að spila þetta svolítið á sama mannskap til að halda stöðugleika. Ég er líka gríðarlega ánægður með hugarfarið og karakterinn að svara fljótlega eftir að hafa fengið mark á sig upp úr engu og takast að vinna leikinn.“ Spurður út í stöðuna á hópnum segir Túfa að það séu alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum í deildinni en hann fagnar fríinu sem er að koma eftir afar erfiða vikur þar sem leikið hefur verið stíft. Núna kemur kærkomið frí „Það eru alltaf einhver meiðsli hjá öllum liðum. Það er búið að vera þannig hjá okkur allt þetta tímabil að það vanti þrjá til fjóra leikmenn. Við erum með flottan hóp og við sjáum líka í dag leikmenn sem komu inn á og gáfu það sem þeir áttu til liðsins og hjálpa liðinu að sigla sigrinum eða sækja hann. Núna kemur kærkomið frí sem við ætlum að nota til að gefa leikmönnum smá pláss til að koma ferskir til baka. Mótið heldur svo bara áfram og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leik á móti Stjörnunni sem verður eftir tvær vikur.“ Valur er nú aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu en liðið hefur leikið mjög vel að undanförnu eftir smá bras í byrjun leiktíðar. En hversu sáttur er Túfa með stöðuna á liðinu eftir tíu umferðir? „Okkar markmið hefur alltaf verið að vera í toppbaráttunni og við erum ekkert að fela okkur fyrir því. Aðalmálið hjá mér er bara að við höldum áfram á þessari sömu braut og við erum búnir að vera á undanfarnar vikur. Varnarleikurinn hjá okkur er búinn að vera á mikilli uppleið og núna er við að fá mjög góða frammistöðu og sína meiri stöðugleika. Það er það eina sem skiptir máli núna, að halda þessari stefnu áfram núna.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira