KR-ingar alveg týndir: „Bara eins og þegar ég er einn heima“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 11:32 Varnarmenn KR hrifu Stúkumenn ekki í gær. Stöð 2 Sport „Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert Brynjar Ingason um varnarmenn KR í 4-2 tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöld, í Bestu deild karla í fótbolta. Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira