Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 08:57 Árásarstríð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta gegn Úkraínu er að stórum hluta fjármagnað með tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti til NATO-ríkja. Vísir/EPA Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent