Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 11:06 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heldur því fram að það sé uppi á borðinu að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar sem liggja til meginlands Evrópu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafa átt í viðræðum um vopnahlé í Úkraínu að undanförnu. Eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum í janúar hefur orðið þíða í samskiptum ríkjanna sem hafa verið stirð lengi. Bandaríski forsetinn og ýmsir embættismenn hans hafa þannig ítrekað tekið upp hanskann fyrir Rússa og tekið undir talpunkta Kremlar um innrásina. Nú segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að ríkin tvö ræði um framtíð Nord Stream-gasleiðslanna sem sáu Evrópu fyrir um fjörutíu prósentum af því jarðgasi sem hún notaði fyrir stríðið. „Það verður sennilega áhugavert að sjá hvort að Bandaríkjamennirnir noti áhrif sín í Evrópu og þvingi þá til þess að neita ekki rússnesku gasi,“ er haft eftir Lavrov í rússneskum ríkisfjölmiðli. Áhugi væri á því að hefja útflutning á gasi til Evrópu aftur. Blaðið Politico segir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi nýlega falið nánum bandamanni sínum að hefja aftur gasútflutning með Nord Stream-leiðslunum með aðstoð bandarískra fjárfesta. „Geðveiki“ að ræða leiðslurnar án Evrópu Þýsk stjórnvöld hafa verið mótfallin því að taka aftur við rússnesku gasi í gegnum leiðslurnar. Politico segir nýjan tón kveða við í verðandi nýrri ríkisstjórn í Berlín. Fulltrúar Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna, sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, tali um að Þýskaland gæti aftur flutt inn rússneskt gas þegar friður kemst á í Úkraínu. Evrópusambandið og önnur Evrópuríki eru sögð full efasemda um að álfan verði aftur háð Rússum um orku líkt og fyrir stríðið. Evrópuríki hafa dregið úr innflutningi sínum á rússnesku gasi um tvo þriðju frá því að allsherjarinnrásin í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Evrópusambandið stefnir á að fasa út rússneskt gas enn frekar. Einn evrópskur diplómati sem ræddi við blaðið lýsti því sem „geðveiki“ að ræða um að opna Nord Stream-leiðslurnar aftur án aðkomu Evrópubúa sjálfra. Dan Jørgensen, orkumálastjóri ESB, segir ekki á dagskrá að hefja aftur innflutning á rússnesku gasi. „Við viljum vera óháð orkuinnflutningi frá Rússlandi,“ segir hann Ýmis ljón í veginum Aðeins ein af fjórum Nord Stream-leiðslunum er starfhæf. Skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 árið 2022. Rússar höfðu þegar slökkt á Nord Stream 1 og leiðsla númer tvö var aldrei tekin í notkun vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ef hefja ætti flutninga með leiðslunum aftur þyrfti að gera við þær fyrst. Það er sagt tæknilega og fjárhagslega fýsilegt að lappa upp á leiðslurnar. Önnur ljón gætu þó staðið í vegi, ekki síst opinber leyfi frá ríkjum eins og Þýskalandi og fleirum sem eru ekki endilega ginnkeypt fyrir því að kaupa rússneskt gas í gegnum bandarískan millilið. Þá stendur félagið að baki Nord Stream 2 á brauðfótum og gæti verið tekið til gerðardóms í Evrópu ef það greiðir ekki skuldir sínar. Endurreisn leiðslanna væri einnig háð því að Rússar væru til í að leyfa Bandaríkjamönnum að stjórn gasútfluningi þeirra til Evrópu en það hefði þar til fyrir skemmstu verið talið óhugsandi.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira