Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 16:45 Hægri og vinstri bakvörður er á óskalista Liverpool fyrir næsta tímabil. getty images Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. Liverpool er í leit að bakvörðum vegna brotthvarfs Trent-Alexander Arnold frá félaginu. Hann er á leið til Real Madrid. Þá er talið að Andy Robertson yfirgefi félagið í sumar, fari mögulega til Celtic í heimalandinu Skotlandi, eða taki að sér hlutverk varamanns á næsta tímabili. Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eru taldir líklegastir til að leysa þá af. Talið er að varabakverðirnir Conor Bradley og Kostas Tsimikas verði áfram hjá Liverpool. Frimpong var hluti af liði Leverkusen sem náði mögnuðum árangri á síðasta tímabili og vann tvöfalt í Þýskalandi. Mika Volkmann/Getty Images Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að Frimpong hafi staðist læknisskoðun hjá Liverpool. Hann verði keyptur á klásúluverðinu 35 milljónir evra. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að kaupin verði kláruð og kynnt á næsta sólarhringnum. Milos Kerkez hefur verið einn besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Robin Jones via Getty Images Kaupin á Milos Kerkez eru ekki eins langt komin en félagaskiptasérfræðingurinn sagði frá því fyrr í dag að viðræður milli félaganna, Bournemouth og Liverpool, hafi gengið vel og samkomulag um kaupverð sé langt komið. Kerkez sé sjálfur spenntur fyrir því að skipta til Englandsmeistaranna. Manchester City er þó einnig talið hafa áhuga á Kerkez, sem hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar í vetur og er væntanlegur í lið ársins að tímabilinu loknu. Kerkez er 21 árs gamall og metinn á um 45 milljónir punda. Enski boltinn Tengdar fréttir Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið. 17. desember 2024 12:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Liverpool er í leit að bakvörðum vegna brotthvarfs Trent-Alexander Arnold frá félaginu. Hann er á leið til Real Madrid. Þá er talið að Andy Robertson yfirgefi félagið í sumar, fari mögulega til Celtic í heimalandinu Skotlandi, eða taki að sér hlutverk varamanns á næsta tímabili. Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eru taldir líklegastir til að leysa þá af. Talið er að varabakverðirnir Conor Bradley og Kostas Tsimikas verði áfram hjá Liverpool. Frimpong var hluti af liði Leverkusen sem náði mögnuðum árangri á síðasta tímabili og vann tvöfalt í Þýskalandi. Mika Volkmann/Getty Images Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að Frimpong hafi staðist læknisskoðun hjá Liverpool. Hann verði keyptur á klásúluverðinu 35 milljónir evra. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að kaupin verði kláruð og kynnt á næsta sólarhringnum. Milos Kerkez hefur verið einn besti bakvörður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu. Robin Jones via Getty Images Kaupin á Milos Kerkez eru ekki eins langt komin en félagaskiptasérfræðingurinn sagði frá því fyrr í dag að viðræður milli félaganna, Bournemouth og Liverpool, hafi gengið vel og samkomulag um kaupverð sé langt komið. Kerkez sé sjálfur spenntur fyrir því að skipta til Englandsmeistaranna. Manchester City er þó einnig talið hafa áhuga á Kerkez, sem hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar í vetur og er væntanlegur í lið ársins að tímabilinu loknu. Kerkez er 21 árs gamall og metinn á um 45 milljónir punda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið. 17. desember 2024 12:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Jamie Carragher segir að Liverpool þurfi að kaupa vinstri bakvörð í janúar og hann telur sig vera með rétta manninn fyrir liðið. 17. desember 2024 12:01