Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. maí 2025 07:42 Myndin er tekin í gær á norðanverðri Gasaströndinni. Íbúar flýja þar í kjölfar þess að gefin var úr rýmingarviðvörun. Vísir/EPA Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf. Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf.
Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25
Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46