Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. maí 2025 07:42 Myndin er tekin í gær á norðanverðri Gasaströndinni. Íbúar flýja þar í kjölfar þess að gefin var úr rýmingarviðvörun. Vísir/EPA Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem birtist í morgun að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu ella verði gripið til aðgerða. Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf. Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada segir að láti Ísraelar ekki af sókn sinni inn á Gasa og létti á herkvínni sem svæðið hefur verið í um margra vikna skeið munu löndin þrjú grípa til aðgerða. Leiðtogarnir krefjast þess einnig að Hamas samtökin sleppi öllum þeim gíslum sem enn eru í haldi eftir árásina hrottalegu inn í Ísrael þann 7. október 2023. Leiðtogarnir segjast ávallt hafa stutt við rétt Ísraela til þess að verjast hryðjuverkum, en að aðgerðirnar nú séu í engu samræmi við hina raunverulegu stöðu. Bíll með hjálpargögnum sem bíður þess að vera ekið inn á Gasa. Vísir/EPA Þrjátíu og átta eru sagðir hafa látið lífið í loftárás sem gerð var í nótt á Gasa og stóð aðeins yfir í rúman hálftíma. Ísraelar tilkynntu um helgina að þeir myndu hleypa ákveðnu magni hjálpargagna inn á Gasa, eftir ellefu vikna langa herkví. Tom Fletcher, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að sú hjálp sé aðeins dropi í hafið miðað við hina raunverulegu þörf.
Kanada Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25
Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Tæplega 150 hafa látið lífið, að sögn palestínskra yfirvalda, síðastliðinn sólarhring í loftárásum Ísraela. Á þessum sama tíma eru 459 sagðir hafa særst. Árásin er liður í áætlunum ísraelskra yfirvalda um að hertaka ströndina alfarið. 17. maí 2025 10:46