Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2025 23:38 Teikning af Dawn Richard í dómsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams. Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. Richard sagði frá þessu í New York í dag þar sem réttarhöld gegn Diddy fara nú fram. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Diddy segist alfarið saklaus. Verjendur hans segja saksóknarar hafa safnað vísbendingum um mögulegt heimilisofbeldi en ekki þá alríkisglæpi sem hann hafi verið sakaður um. Cassie bar vitni í málinu í síðustu viku, þar sem hún sagði frá tíðum og umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum þar sem hún hafi meðal annars verið látin hafa mök við aðra menn á meðan Diddy horfði á og tók það jafnvel upp. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Við vitnaleiðslu í dag sagði Richard, samkvæmt AP fréttaveitunni, frá því að hún hafi séð Diddy reyna að slá Cassie með pönnu. Hann hafi ekki hitt og í kjölfarið hafi hann kýlt Cassie og sparkað í hana. Richard og önnur kona urðu vitni að þessu en hún hefur eftir Diddy að hann hafi hótað því að þær myndu „hverfa“ ef þær segðu frá þessu. Hún sagðist viss um að með þessu hafi Diddy verið að hóta þeim lífláti. Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs Árið 2015.AP/Charles Sykes Öryggisverðir gerðu aldrei neitt Richard sagði að í gegnum árin hefði hún nokkrum sinnum orðið vitni að því að Diddi hafi beitt Cassie ofbeldi. Hann hafi kýlt hana, kyrkt, dregið hana og sparkað í hana. Að minnsta kosti ein árás náðist á myndband. Það var á hóteli í Los Angeles árið 2016. Þetta sagði Richard að hefði gerst þegar Cassie reyndi að verja sig eða „hafa álit á hlutunum“. Hún sagði að öryggisverðir tónlistarmannsins hefðu einnig margsinnis orðið vitni að ofbeldinu en þeir hefðu aldrei gert neitt í því. Þá tók hún undir ummæli Cassie um að Diddy hefði haldið aftur af tónlistarferli hennar og beitt ferlinum gegn henni. Hann hefði til að mynda sagt að hann ætti hana og að hún myndi aldrei „meika það“ án hans aðstoðar. Ekki reið, heldur sár Verjendur Diddy héldu því fram að Richard væri reið Diddy vegna þess að hann hefði bundið enda á hljómsveitir sem hún var í og sagði að hún hefði höfðað mál gegn tónlistarmanninum. Hún sagðist ekki reið, frekar sár, yfir því hvernig fór með hljómsveitirnar og sagðist hafa höfðað mál gegn Diddy vegna þess að hann hefði komið illa fram við hana og haft af henni fé. „Hún er ung“ David James, sem starfaði sem aðstoðarmaður Diddy frá 2007 til 2009, sagði frá þegar hann sótti fyrst um vinnuna hafi honum verið sagt að hann væri staddur í „konungsríki“ Diddy. Þetta var þegar Diddy og Cassie voru að byrja að slá saman reitum og sagði James að söngkonan hefði verið bergnumin og jafnvel borin ofurliði, af lífsstíl Diddy. Þá sagðist hann hafa stungið upp á því við Cassie að hún yfirgæfi Diddy og þá hafi hún svarað: „Ég get það ekki. Ég get ekki farið. Þú veist, herra Combs, stjórnar svo miklu af lífi mínu.“ James rifjaði einnig upp þegar hann talaði við Diddy um konurnar í lífi hans. Hann sagði tónlistarmanninn hafa sagt um Cassie: „Hún er góð. Ég er með hana nákvæmlega þar sem ég vill hafa hana. Hún er ung.“ Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Richard sagði frá þessu í New York í dag þar sem réttarhöld gegn Diddy fara nú fram. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðibraut en þar að auki hafa fjölmargar konur höfðað einkamál gegn honum vegna meintra nauðgana og jafnvel mansals. Diddy segist alfarið saklaus. Verjendur hans segja saksóknarar hafa safnað vísbendingum um mögulegt heimilisofbeldi en ekki þá alríkisglæpi sem hann hafi verið sakaður um. Cassie bar vitni í málinu í síðustu viku, þar sem hún sagði frá tíðum og umfangsmiklum kynlífsathöfnum eða partíum þar sem hún hafi meðal annars verið látin hafa mök við aðra menn á meðan Diddy horfði á og tók það jafnvel upp. Sjá einnig: Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Við vitnaleiðslu í dag sagði Richard, samkvæmt AP fréttaveitunni, frá því að hún hafi séð Diddy reyna að slá Cassie með pönnu. Hann hafi ekki hitt og í kjölfarið hafi hann kýlt Cassie og sparkað í hana. Richard og önnur kona urðu vitni að þessu en hún hefur eftir Diddy að hann hafi hótað því að þær myndu „hverfa“ ef þær segðu frá þessu. Hún sagðist viss um að með þessu hafi Diddy verið að hóta þeim lífláti. Cassie Ventura og Sean „Diddy“ Combs Árið 2015.AP/Charles Sykes Öryggisverðir gerðu aldrei neitt Richard sagði að í gegnum árin hefði hún nokkrum sinnum orðið vitni að því að Diddi hafi beitt Cassie ofbeldi. Hann hafi kýlt hana, kyrkt, dregið hana og sparkað í hana. Að minnsta kosti ein árás náðist á myndband. Það var á hóteli í Los Angeles árið 2016. Þetta sagði Richard að hefði gerst þegar Cassie reyndi að verja sig eða „hafa álit á hlutunum“. Hún sagði að öryggisverðir tónlistarmannsins hefðu einnig margsinnis orðið vitni að ofbeldinu en þeir hefðu aldrei gert neitt í því. Þá tók hún undir ummæli Cassie um að Diddy hefði haldið aftur af tónlistarferli hennar og beitt ferlinum gegn henni. Hann hefði til að mynda sagt að hann ætti hana og að hún myndi aldrei „meika það“ án hans aðstoðar. Ekki reið, heldur sár Verjendur Diddy héldu því fram að Richard væri reið Diddy vegna þess að hann hefði bundið enda á hljómsveitir sem hún var í og sagði að hún hefði höfðað mál gegn tónlistarmanninum. Hún sagðist ekki reið, frekar sár, yfir því hvernig fór með hljómsveitirnar og sagðist hafa höfðað mál gegn Diddy vegna þess að hann hefði komið illa fram við hana og haft af henni fé. „Hún er ung“ David James, sem starfaði sem aðstoðarmaður Diddy frá 2007 til 2009, sagði frá þegar hann sótti fyrst um vinnuna hafi honum verið sagt að hann væri staddur í „konungsríki“ Diddy. Þetta var þegar Diddy og Cassie voru að byrja að slá saman reitum og sagði James að söngkonan hefði verið bergnumin og jafnvel borin ofurliði, af lífsstíl Diddy. Þá sagðist hann hafa stungið upp á því við Cassie að hún yfirgæfi Diddy og þá hafi hún svarað: „Ég get það ekki. Ég get ekki farið. Þú veist, herra Combs, stjórnar svo miklu af lífi mínu.“ James rifjaði einnig upp þegar hann talaði við Diddy um konurnar í lífi hans. Hann sagði tónlistarmanninn hafa sagt um Cassie: „Hún er góð. Ég er með hana nákvæmlega þar sem ég vill hafa hana. Hún er ung.“
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46
Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum. 14. maí 2025 10:05