Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 07:15 Yuval Raphael söng langið New day will rise í Eurovision og lenti í öðru sæti. Vísir/EPA Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag. Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag.
Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12