Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 12:03 Grétar Þór segir ekki hægt að lesa beina stuðningsyfirlýsingu við Ísrael úr úrslitum gærkvöldsins í Eurovision. Inga Auðbjörg segir gengið ekki koma á óvart. Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“ Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“
Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira